Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 11
HEILSUVERND 3 vart þekkzt eða verið til fyrir síðustu aldamót. Nú er hún orðin talsvert algeng. Eg hygg þó, að um það séu ekki til skýrslur. Væri það þó fróðlegt að vita. Sykursýkin er í eðli sínu hrörnunarsjúkdómur, líkt og tannveiki, magasár, botnlangabólga, skjaldkirtilssjúkdóm- ar eða krabbamein. Allir þessir sjúkdómar bera vott um sjúklega hrörnun i öllum líffærum. Og vöxtur þeirra er jafnframt vottur um það, að nútíma læknisfræði er sízt á þeirri leið að þroska mannkynið. Hún lætur reka á reið- anum, hirðir þá, sem heltast úr lestinni, og þeir eru alltaf fleiri og fleiri. Þetta er ekki uppbyggjandi eða jákvætt starf, miklu fremur hið gagnstæða. Hvar endar þetta, verður mörgum á að spyrja, ef ekki verða straumhvörf í heil- brigðismálunum? En þau verða þá fyrst, ef almennt verður tekið fyrir rætur sjúkdómanna. En það er auðvelt að sýna fram á það, að enn hefir rétta sporið ekki verið stigið í þá átt innan læknisfræðinnar. Þvínær allt starf hinna fjölmörgu lækna fer til þess eins að gera við afleiðingar — sjúkdóma eða sjúkdómseinkenni — í stað þess að koma í veg fyrir þá eða útrýma þeim með því að taka fyrir orsakir þeirra. Um vöxt og f jölgun hrörnunarsjúkdómanna skal það eitt sagt hér, að þeir eru ákæra á læknisfræðina og vottur um, að hún sé ekki á réttri leið. Þetta er meira alvörumál en margir kunna að hyggja. Það eitt er víst, að þar sem tann- veiki í börnum er algeng, þar eru meltingarsjúkdómar, svo sem magasár, og sykursýki einnig á næsta leiti, og þá eru ennfremur aðrir hrörnunarsjúkdómar jafnframt í uppsigl- ingu og útbreiðslu, þar á meðal krabbamein. Og meðan svo er ástatt, verður tæplega hægt að útrýma ýmsum næm- um sjúkdómum. Ýmsir kunnir læknar og aðrir lærðir menn hafa bent á ráðin til þess að útrýma sjúkdómunum. Rómverski læknir- inn Celsus, sem uppi var fyrir 19 öldum, sagði: „Það er ekki sennilegt, að þeim takist að lækna sjúkdóma, sem ekki veit, af hverju þeir stafa.“ Með þessu er sagt, að sjúkdóm-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.