Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 28
Björn L, Jónsson: B/rjum á byrjuninni 1 síðasta hefti var sagt frá ræktunartilraunum, er enskur vísindamaður, Sir Albert Howard*) gerði austur í Indlandi á 3. tug þessarar aldar. Komst hann að þeirri óvæntu og stórmerkilegu niðurstöðu, að með réttum ræktunaraðferð- um er hægt að gera jurtir ónæmar fyrir hverskonar jurta- sjúkdómum og um leið heilnæmari og ljúffengari til fóðurs eða matar. Hinar mikilsverðu uppgötvanir sínar hefir Sir Albert orðað á þessa leið: 1. Skordýr og sveppir eru ekki hin raunverulega orsök jurtasjúkdóma. Þessi smádýr ráðast eingöngu á þau af- brigði eða þær jurtir, sem eru veikbyggðar og hafa ekki nægilegt mótstöðuafl. Þau velja úr einmitt þær jurtir, sem eru orðnar veiklaðar af óheppilegri næringu og rangri með- ferð. Rétt nærðar og heilbrigðar frurnur hljóta að launum náttúrlegt ónæmi gegn hverskonar sýkingaröflum. Fyrsta skilyrðið fyrir þessu er það, að jarðveginum sé haldið heilbrigðum og lifandi með nægilegum aðdrætti af hentugum, lífrænum áburði. 2. Hinar venjulegu aðferðir til sóttvarna og lækninga að dreifa á jurtirnar eitruðum vökvum, dufti o. s. frv., eru algerlega óvísindalegar og beinlínis skaðlegar. Og jafnvel þegar þessar aðgerðir bera árangur, þá er hann varla ómaksins verður, því að hinar sýktu eða við- kvæmu jurtir eru naumast þess virði, að þeim sé forðað frá tortímingu. *) Ranglega nefndur Alfred í síðasta hefti.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.