Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 38

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 38
30 HEILSUVERND stök næringarefni út úr heildinni, og rjúfa það heildarsam- ræmi, sem ríkir í náttúrunni. Þessari aðferð hefir óspart verið beitt við fjörefnin, enda verður eigi séð, að fundur þeirra hafi markað djúpt spor í heilbrigðisástandi þjóð- anna. Að vísu ber lítið á fjörefnasjúkdómum á háu stigi, en þeim mun meira er um „leynda“ fjörefnasjúkdóma, „leyndan“ skyrbjúg, beri-beri á lágu stigi og margvísleg sjúkdómseinkenni, sem stafa af vöntun fjörefna og annarra næringarefna í viðurværinu. Og ýmsir sjúkdómar hafa ver- ið að færast í vöxt fram að þessu, sjúkdómar, sem tví- mælalaust eiga rót sína að rekja til rangrar næringar og rangra lifnaðarhátta. Nei, það er ekki næringarefnafræðin, ekki fundur nýrra fjörefna, auxona eða annarra óþekktra næringarefna, sem mun endurreisa heilbrigði þjóðanna. Einfaldasta og greið- asta leiðin til þess er að læra af lífinu sjálfu, taka sér til fyrirmyndar og eftirbreytni þá menn eða þjóðflokka, sem kunnað hafa, eða kunna þá list að lifa heilbrigðir. Sú list er meðal annars fólgin í því, að forðast alla sundrun mat- vælanna, neyta þeirra að sem allra mestu leyti eins og þau koma fyrir frá náttúrunnar hendi. Þá varðar okkur ekkert um, hvað þau heita, öll þessi næringarefni, sem vísinda- mennirnir eru alltaf að leita að. Húnsábúarnir, sem sagt hefir verið frá hér í ritinu og eru taldir heilbrigðasta þjóð í heimi, vita ekki meira um fjörefni eða steinefni en barnið í vöggunni. Það er fróðlegt og getur verið gagnlegt að þekja samsetningu, áhrif og eiginleika næringarefnanna til hlítar. En meðan sú þekking er í molum — og það er hún enn — þá er hún hættulegri en engin þekking, sé henni ekki beitt af itrustu varfærni. MENNINGARPLÁGAN MIKLA heitir 7. rit NLFl, sem er nýkomið út (sjá auglýsingasíðu VIII hér í heftinu).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.