Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 29

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 29
HEILSUVERND 21 Slíkar aðferðir til útrýmingar sjúkdómum eru engin vis- indaleg lausn, heldur fullkomin rangfærsla á þessu mikils- verða vandamáli og tilraun til að fara í kringum það.“ Sir Albert Howard hafði með hinum snjöllu en einföldu tilraunum sínum leyst gátu jurtasjúkdómanna, uppgötvað og fært sönnur á hinar raunverulegu orsakir þeirra. Og hann óttaðist nú ekki lengur, fyrir hönd jurtanna sinna, bakteríur, vírusa, sveppi eða skordýr, heldur leit hann miklu fremur á þessi sníkjudýr sem vini sína og aðstoðar- menn, einskonar ,,eftirlitsmenn“ eða „matsmenn,“ sem ráðast á og ryðja eingöngu úr vegi þeim jurtum, sem eru svo veiklaðar, vegna rangrar næringar eða óheppilegra lífsskilyrða, að þær eiga blátt áfram ekki skilið að lifa og eru hvort sem er óhæft fóður eða næring mönnum og skepnum. Og svo viss var Sir Albert í sinni sök, að hann gaf út svofellda yfirlýsingu árið 1931: „Ykkur er velkomið að reyna að sýkja jurtirnar mínar með hinum skæðustu jurtasjúkdómum frá Ameríku, svo sem „cotton boll-worms“ (baðmullarmaðkur) eða „boll- weevils“ (kornmaðkur). Þið megið sleppa þessum skað- ræðisdýrum í garða mína eða akra. Það verður verst fyrir þau sjálf, því að þau munu tortímast, en jurtunum mínum skulu þau ekki granda. I þau sjö ár, sem eg hefi stjórnað tilraunastöðinni hér, hefi eg ekki í eitt einasta skipti orðið var við minnsta vott af skordýra- eða sveppasjúkdómi í jurtunum mínum.“ En Sir Albert lét hér ekki staðar numið. Heilbrigð skyn- semi sagði honum, að jurtir, sem væru svo hraustbyggðar, að þær stæðust árásir skæðustu sýkla og sníkjudýra, hlytu að vera betra fóður en annar gróður. Hann tók sér því fyrir hendur að gera fóðrunartilraunir á dýrum til þess að rannsaka, hvort skepnur, sem fóðraðar væru á jurtum, ræktuðum með hinum nýju aðferðum, yrðu hraustari og ómóttækilegri fyrir sjúkdóma en önnur dýr. Þessar til- raunir fóru fram samhliða ræktunartilraununum sjálfum.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.