Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 36

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 36
28 HEILSUVERND þessar tilraunir er sá, að meðan búast má við, að matvæl- in hafi að geyma einhver óþekkt næringarefni, fleiri eða færri óþekktar stærðir með óþekktum eiginleikum og á- hrifum, er aldrei hægt að fá fulla vissu um það, hvort hinar fundnu breytingar á tilraunadýrunum á að rekja til þess efnis, sem verið er að rannsaka, eða til einhvers hinna óþekktu efna. Og það er jafn ómögulegt að einangra nokk- urt eitt fjörefni. Loks má ekki gleyma því, að í lifandi jurt- um eru fleiri eiginleikar en efnin, sem þær eru byggðar upp af. Næringarefnafræðingar finna engan mun á nýju, grænu salatblaði og öðru, sem brugðið hefir verið niður í heitt vatn, á ósoðnu og soðnu hveitikorni. En hvert mannsbarn sér og finnur muninn. Salatblaðið breytir um lit, soðna kornið breytist líka, og það verður óhæft til spírunar. I hverju er þessi munur fólginn, hvaða breytingar hafa orðið á salatblaðinu og korninu? Það vitum við ekki, og það er ekki aðalatriðið að vita það. Aðalatriðið er það, að heita vatnið eða suðan hefir eyðilagt einhverja eigin- leika, einhverja óþekkta stærð, sem er að öllum líkindum alveg eins nauðsynleg lífi okkar og heilsu og hin þekktu næringarefni og fjörefni. Ef til vill er það ekki neitt sér- stakt efni, sem fer forgörðum, heldur einhver mynd orku, einhverjir geislar, sem blaðið eða kornið hafa tekið í sig frá sólinni og við eða dýrin fara á mis við, ef jurtirnar eru soðnar eða sundurhlutaðar. Og í þessu sambandi má minna á það, að vísindamenn telja sig hafa fundið, að lifandi jurt- ir senda frá sér vissar tegundir geisla, sem hverfa, þegar jurtin er soðin. Það er því af framangreindu bersýnilegt, að það er enginn orðaleikur að tala um ,.lifandi fæðu“, enda leggja næringarfræðingar æ meiri áherzlu á að borða grænmeti og fleiri matvæli að sem allra mestu leyti ósoðin. Menn hafa reynzt sannspáir um það, að ekki væru öll næringarefni fundin. Þannig hafa menn nýlega uppgötvað nýjan flokk næringarefna, sem nefnd eru „auxon“ og er að finna í ýmsum algengum matvælum, í korni, hnetum, rót-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.