Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 23

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 23
HEILSUVERND 15 og öruggur stuðningur við hvert málefni, er til heilla horfir fyrir land og Þjóð. Á þýðingu næringarinnar fyrir heilbrigði og afrek í íþróttum hefir Sigurjón þekkingu langt umfram flesta alþýðumenn. Hann hefir frá barnæsku hafnað kaffi, tóbaki og áfengi. Kjöt hefir hann ekki borðað í 30 ár, og fisk og egg borðar hann ekki heldur, en lifir einvörðungu á mjólkur- og jurtafæðu. Og nú, á sjötugsaldri, er hann hraustur og þolinn sem sennilega nokkur annar Islendingur. Viðtalið hér á eftir fór fram í útvarpinu 27. ágúst 1948, og sá Guðjón Einarsson skrifstofustjóri um þáttinn. J. K. G. E.: Að lokum er hér Sigurjón Pétursson, er átti drýgstan þátt í því að endurvekja íþróttalíf á Islandi. Eins og allir vita, sköruðu forfeður okkar fram úr öðrum þjóð- um, hvað snerti hreysti og atgervi. Þeir létu ekki á sig bíta loftslagsbreytingar eða mataræði í veizlum erlendra höfðingja. Þú hefir verið á 2 ólympíuleikjum áður en þessum síð- ustu í London. Hvert er sjónarmið þitt um árangur leikjanna fyrr og nú? S. P.: Eg var svo heppinn að fá að fljóta með til London 1808. Þá lærði eg mikið — og þá spriklaði orka í hverjum vöðva, en nú er eg orðinn gamalær — sem þú sérð. Árið 1908 voru svo fáar íþróttir og svo fáir íþróttamenn, sem kepptu, að hægt var að láta næstum allar þessar í- þróttir fara fram á leikvanginum „stadion“ — þar fóru fram glímumar, skilmingar, leikfimi og hinar almennu í- þróttir ásamt sundinu, því að sundlaug var á leikvanginum. En nú var aðeins tími og pláss til þess að láta hinar al- mennu íþróttir fara fram á hinu stóra Wembley íþrótta- svæði. En hinar íþróttirnar fóru fram í ýmsum íþrótta- og sundhöllum — en það er mikið til af slíkum húsum í hinni stóru borg London. Árið 1908 var eg aðeins í sýningarflokki til þess að sýna íslenzka glímu. En þá urðu Englendingar nokkuð hrifnir af þeirri íþrótt, því að okkur var þá boðið að sýna glímuna

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.