Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 35
Björn L. Jónsson:
N/tt næringarefni fundið
Langt fram eftir síðustu öld héldu læknar og næringar-
fræðingar, að líkaminn þyrfti ekki á öðrum næringarefn-
um að halda en eggjahvítu, fitu og kolvetnum, auk vatns.
Þá uppgötvuðu menn þýðingu steinefnanna í fæðunni, og
á fyrstu tugum 20. aldar fundust fyrstu fjörefnin. Þekkja
menn nú að meira eða minna leyti fjörefni svo tugum
skiptir, og enginn veit, hvenær séð verður fyrir enda þeirra.
Þá hafa og fundizt efnakljúfar (enzym), og öll eru þessi
næringarefni nauðsynleg til viðhalds líkamanum og full-
kominni heilbrigði hans. Ef eitt þeirra vantar, fer eitthvað
aflaga. Margir hafa spáð því, og hefir verið að því vikið hér
í ritinu og öðrum bókum NLFÍ, að langt væri frá því, að
öll kurl væru til grafar komin í næringarefnafræðinni.
Það ætti langt í land, að þekkt væru öll þau efni, sem
nauðsynleg eru lífi og heilsu og hægt er að afla sér í
óspilltum matvælum,rétt framleiddum, nýjum og óskemmd-
um. Þrátt fyrir öll hin dásamlegu afrek efnafræðinnar
megnar hún ekki — og verður ef til vill aldrei fær um —
að kanna til hlítar efnasamsetningu og aðra leyndardóma
græna blaðsins, hveitikornsins, eplisins, mjólkurinnar. —
Efnafræðingarnir geta ekki efnagreint lifandi vefi. Við
efnagreiningu græna blaðsins fara forgörðum efni eða eig-
inleikar, sem hafa sína þýðingu fyrir líf og heilsu. Tilvera
sumra þessara viðkvæmu efna má finna með fóðrunar-
eða næringartilraunum. Þannig hafa flest fjörefni fundizt
með því að rannsaka, hvaða sjúkdómsbreytingar koma
fram í tilraunadýrunum við vissa meðferð matvælanna,
sem þeim eru gefin, eða visst val matvæla. Gallinn við allar