Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 39

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 39
HEILSUVERND 31 SKIPULAGSSKRÁ FYRIR HEILSUHÆLISSJÓÐ NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAGS ISLANDS. 1. gr. Sjóðurinn heitir ,,Heilsuhælissjóður Náttúrulækningafélags lslands.“ 2. gr. Sjóðurinn er stofnaður af Náttúrulækningafélagi Islands (NLFÍ) og er eign væntanlegs heilsuhælis, sem verði sjálfseignar- stofnun. 3. gr. Stjórn sjóðsins afli sjóðnum tekna með gjöfum, áheitum, samskotum, hlutaveltum og öðrum fjáraflaaðferðum, sem við verður komið, enda renni allur ágóði, sem verða kann af slíkum fjáröflunar- leiðum óskiptur í sjóðinn. 4. gr. Sjóðinn skal ávaxta 1 ríkisskuldabréfum, bankavaxtabréfum, vel tryggðum veðskuldabréfum, og að öðru leyti í Landsbanka íslands. 5. gr. Stjórn sjóðsins skipa 5 menn: Formaður, ritari, gjaldkeri og 2 meðstjórnendur. Formaður skal tilnefndur af stjórn NLFÍ, en hinir 4 skulu kosnir sameiginlega á aðalfundi félagsins, og kýs sjóðs- stjórnin sjálf ritara og gjaldkera. Kjörtímabil sjóðsstjórnar er 1 ár. 1 varastjórn skulu 2 menn kosnir á aðalfundi, en stjórn NLFl til- nefnir varaformann. 6. gr. Endurskoðendur NLFl eru um leið endurskoðendur sjóðsins. 7. gr. Stofnfé sjóðsins 31. des. 1943 er kr. 43.171,41. 8. gr. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að stofnun heilsuhælis eða hvíldar- og hressingarheimilis, sem rekið sé undir umsjón og eftirliti heilbrigðisstjórnarinnar og þar sem viðhafðar verði náttúrlegar lækninga- og heilsuverndaraðferðir (ljós, loft, vatn, mataræði, hreyf- ing, hvíld). 9. gr. Stjórn sjóðsins aflar sjóðnum tekna samkv. 3. gr. Hún ann- ast allar fjárreiður sjóðsins, kemur fé hans á vöxtu samkv. 4. gr. og leggur reikninga hans endurskoðaða fyrir aðalfund félagsins til samþykktar árlega. Loks aðstoðar sjóðsstjórnin stjórn félagsins við val á stað fyrir hælið og við annan undirbúning að stofnun hælis eða heimilis samkv. 8. gr. 10. gr. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. 11. gr. Greiða skal úr sjóðnum öll nauðsynleg útgjöld við starf sjóðsstjórnarinnar og undirbúning að stofnun hælis. Þegar valinn hefir verið staður fyrir hælið og hann hlotið sam- þykki lögmæts félagsfundar, er sjóðsstjórn og félagsstjórn i sam- einingu heimilt að verja fé úr sjóðnum til nauðsynlegra fram- kvæmda á staðnum. 12. gr. Skipulagsskrá þessari má ekki breyta nema á lögmætum aðal-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.