Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 14
6
HEILSUVERND
Framþróun alls lífs byggist á samræmi og samstarfi. —
Leiðin til heilbrigði liggur gegnum lifandi og heilbrigðan
jarðveg og lifandi og heilbrigðar jurtir, sem eru hinar eðli-
legu fæðutegundir mannsins.
Jarðvegurinn er sem sé morandi af lífi, sé hann rétt
hirtur. Þar eru gerlar, skordýr og lindýr, sem búa jurtun-
um í hendur rétta og auðtekna næringu. En til þess þarf
jarðvegurinn að fá réttan áburð. Nú hefir þessu samræmi
verið raskað með því að ausa dauðum, tilbúnum áburði
yfir jörðina í stað hins lífræna áburðar. Úr slíkum jarðvegi
vaxa sjúkar jurtir, sem eru þess ekki megnugar að veita
dýrum eða mönnum fullkomna heilbrigði.
Ekkert annað en afturhvarf til náttúrlegra hátta getur
bjargað við hinu dvínandi heilsufari. Og þá fyrst, er vís-
indunum verður að því beint, að vinna í samræmi við lög-
mál lífsins, getum vér orðið fullkominnar heilbrigði og
lífssælu aðnjótandi.
Nýsköpun er orð á hvers manns vörum hér á landi. En
sú nýsköpun stefnir aðeins að útvegun og framleiðslu efnis-
legra verðmæta, en ekki að eflingu líkamlegrar eða and-
legrar heilbrigði eða að friðsamlegu samstarfi einstaklinga
og þjóða.
Vér megum aldrei gleyma því, að oss íslendingum, eins
og öðrum þjóðum, hefir verið fenginn fjársjóður í hendur
til þess að ávaxta og auka. Þessi fjársjóður er heilbrigði og
þroski, samúð og manngöfgi. Bregðumst vér því trausti,
sem oss er með þessu sýnt, höfum vér fyrirgert tilveru-
rétti vorum til að lifa á þessari jörð.
Önáttúrlegar lífsvenjur eru leiðin til sjúkdóma og al-
deyðu.
Leiðin til þroska og fullkomnunar er náttúrlegar lífs-
venjur. Sjúkdómar eru engin tilviljun. Þeir eru ekki forlög,
heldur álög eða ólög sjúkrar menningar, afleiðing vanþekk-
ingar á því lögmáli, sem ríkir í alheimi, lögmáli framþróun-
ar lífsins.