Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 21
HEILSUVERND 13 er, eins og Jónas Kristjánsson hefir lýst hér í ritinu, ný lífs- og hugarstefna. Og til þess að skilja og aðhyllast hana til hlítar, þurfa menn að geta hafið sig yfir hinn hvers- dagslega veruleika og sjónarmið efnishyggjunnar. Eg tel því líklegt, að það hafi engin tilviljun verið, hve mikið var þarna um góða hagyrðinga og jafnvel skáld og listamenn. Þá var það sérstaklega eftirtektarvert, að bæði mat- söluhúsið Frisksport, Mastersamuelsgatan 10 í Stokkhólmi, þar sem fæðið er í samræmi við kenningar Waerlands — en þar borða um 500 manns — og námskeiðið í Jakobs- berg, sótti aðallega ungt fólk — karlar og konur. Er það greinilegur vottur þess, hversu kenningar Waerlands hafa hrifið æskulýðinn, og gefur bjartar vonir um örugga og sí- vaxandi útbreiðslu þessarar merkilegu og blessunarríku mannbótastefnu. TANNSKEMMDIR OG MATARÆÐI. Sænskur læknir, J. Thorsson, að nafni, skýrir svo frá, að hann hafi skoðað tennur í 22 þúsund manns, og af þeim höfðu aðeins 15 — fimmtán — allar tennur heilar og óskemmdar (0,7 af þúsundi). En merkilegast við rannsókn þessa taldi hann það, að þessir fimmtán höfðu allir vanið sig á að borða hráar lcartöflur þegar í bernsku og haldið þeim sið æ síðan. J. Thorsson var um skeið læknir við barnaskóla fyrir vangæf börn i héraðinu Valla í Svíþjóð. Hann fékk þvi til vegar komið, að hvitum sykri og hvítu hveiti var algerlega útrýmt úr viðurværi barnanna, en hinsvegar voru þau látin borða hráar kartöflur og kartöflugraut. Áður en þessi breyting var gerð, voru börnin rækilega skoðuð og niðurstaðan skráð. Ársskýrslur héraðslæknisins í Valla til heilbrigðis- stjórnarinnar sýndu nú næstu árin þann eftirtektarverða árangur, aö byrjandi tannskemmdir í börnunum höföu stöövazt meö öllu og engar nýjar komiö í Ijós. Heilbrigðisstjórnin taldi þetta svo merkilegt, að hún sendi nefnd til Valla til þess að ganga úr skugga um, að um engan misskilning gæti verið að ræða, og hefir síðan gert ráðstafan- ir til að endurtaka tilraunirnar við einn af stærstu skólum Svíþjóðar fyrir vangæf börn

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.