Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 33

Heilsuvernd - 01.08.1948, Blaðsíða 33
HEILSUVERND 25 slökktur með heimagerðum drykkjum, aðallega áfengum miði, sem búinn var til úr malti, humlum og hunangi. Næstu aldir gekk liðagigtin eins og logi um akur, og átti hin mikla saltneyzla sök á því. Hinsvegar bar lítið á tann- skemmdunum, sem nú eru orðnar langalgengastar allra sjúkdóma. Munurinn á fæði nútímamanna og forfeðra okkar er hin geysilega aukning, síðustu áratugina, á sykri og hvítu hveiti, sem hefir útrýmt grófu brauði, lauk, rótarávöxtum og grænmeti úr viðurværinu, og dregið úr neyzlu mjólkur- afurða. I stað þessara heilnæmu matvæla hefir nú að nokkru komið aukin neyzla kjöts og fiskjar, eggja og alls- konar sætinda. Hvort er nú breyting þessi til góðs eða ills? Við skulum fyrst líta á breytingarnar á brauðmatnum. Áður var aðal- lega notað rúgbrauð. Nú borða flestir brauð úr hvítu hveiti eða sigtuðu rúgmjöli. I báðum tilfellum hefir mjölið verið svipt verðmætustu hlutum sínum, hýðinu, sem hefir að geyma meginhlutann af steinefnum og fjörefnum kornsins. Þá er það hvíti sykurinn, sem hefir ekki minnsta vott af steinefnum né fjörefnum. Hvíti sykurinn og hvíta brauðið er hreint og fallegt að útliti og þykir „fínt“, en það skortir gersamlega öll þau þýðingarmestu næringarefni, sem lík- aminn þarfnast sér til viðhalds og endurnýjunar. Fyrir einum mannsaldri þekktist hvítur sykur og hvítt hveiti ekki nema sem hátíðamatur, og varla nema á jólum. Það er talað um, að sykur og sætindi séu „nærandi." Ef með „næringu“ er átt við hita eða vöðvaorku, þá er þetta rétt. En sé um hitt að ræða, að byggja upp eða endurnýja heilbrigða líkamsvefi og líffæri og fullkomna heilbrigði — bein, taugar, blóð, tennur, kirtla, meltingarsafa o. s. frv. — þá er allur heimsins verksmiðjusykur og hvítt hveiti einskis nýtt. Því er það skaðlegur ósiður að venja börn á að borða sætindi, sem ræna þau lystinni á heilnæmum fæðutegund- um.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.