Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 15
HEILSUVERND
99
Jónas Kristjánsson:
MÆNIJSÓTTIN
Mænusóttin, sem svo er kölluð, er einn hinna mörgu
næmu kvilla, sem sækja frekt á vestrænar þjóðir á síðari
áratugum, en voru fágætari miklu áður og mildari sem
slíkir; til þeirra má telja berklaveikina og að nokkru leyti
inflúensu.
Margt bendir til, að þessir sjúkdómar stafi af röngu
manneldi jafnframt því að þeir eru afsýkjandi. Mænusótt-
in er talin næmur sjúkdómur, og er það vissulega. En or-
sökin er tvíþætt, þó að öðrum þættinum hafi verið lítill
gaumur gefinn fram að þessu.
Fyrir 70—100 árum var mænusótt margfalt fágætari
en hún er nú og tók þá helzt vanalda unglinga og var því
kölluð barnalömun. Sjúkdómurinn ræðst á mænuna og
sérstaklega frumhópa í framhornum mænunnar, svo að sá
hluti hennar verður óvirkur. Vér köllum þennan kvilla
mænusótt, en nágrannar vorir kalla hann polio.
Þessi kvilli hefur sem sagt færst í aukana og orðið mann-
skæður á síðari árum. Oft kemur hann í slóð innflúenzu,
og er þá líkastur skæðri farsótt, hann byrjar löngum með
bráðri hitasótt líkt og inflúensa, svo að menn átta sig oft
ekki á því í byrjun, hvor sjúkdómurinn er á ferðinni.
Það sem einkennir hana þó strax, er það, hve lémagna
menn verða og máttlausir og hve hægðir og þvag koma
treglega eða jafnvel stöðvast. Ég veit þess dæmi að menn
hafa óttazt í upphafi mænusóttartilfella að um berklaveiki
í heila eða heilabólgu gæti verið að ræða. En máttleysið
og þá einkum í útlimunum, sker úr um orsök og eðli þessa
sjúkdóms.
Það skiptir miklu máli, að þessi sjúkdómur sé strax