Heilsuvernd - 01.12.1955, Blaðsíða 41

Heilsuvernd - 01.12.1955, Blaðsíða 41
HEILSUVERND Erwin Friedrichj Tlacoyac, Mexico: Branð og kökur Azicka hinna fornu Maís var sú korntegund sem frumbyggjar Ameríku gerðu sér brauð úr, áður en hvítir menn fluttu hveiti og aðrar korntegundir inn Jjangað. Aztekar og Mayar kunnu að gera úr honuin lostæta rétti, sem komu i staðinn fyrir brauð og kökur. Mais er snauður að jurtalími, og því er ekki gott að gera úr honum hleifbrauð. Þess vegna voru bakaðar úr honum hversdagslega flatar köknr, þunnar eins og hrökkbrauð, svonefndar Tortillur. í þær er not- aður venjulegur gulur maís, en fínni maístegundir eru hins vegar enn sem fyrr hafðar í hátiðlegri rétíi eins og hinar svokölluðu tamölur. í maís er, að því er Halden telur („Veljið sjálf“), nokkru minni eggjahvíta en í hveiti (9,1 á móti 11,3%), en aftur á móti nærri tvöfalt meira af dýrmætri kimoliu (3,7 á móti 2,0). Hinar fátækari stéttir i Mexikó borðuðu tortillurnar með soðn- um baunum, ýmist svörtum, brúnum, gulum, rósrauðum eða hvít- um, og það er aðalfæða þeirra hversdagslega. Fyrir dekursmekk Evrópumanna eru tortillurnar fremur bragðdaufur í fyrstu, en þær venjast ]ió fljótt. En við tamölunum gleypa þeir hins vegar strax eins og hreinasta linossgæti. Það er engu likara cu Aztek- arnir og eftirkomendur þeirra hafi lagt alla matgerðarlist sina i þennan rétt, tamölurnar. Þær eru ýmist bættar með sætindum eða kryddefnum, bornar fram heitar og í sérkennilegu formi: um 10 cm. löngum vafhólk úr maísblöðum. Tortillur eru framreiddar með ýmsu móti: heitar af eldinum. lauslega bakaðar, undnar upp og bakaðar i feiti, harðbakaðar, brytjaðar í súpu. Sama er að segja um tamölurnar: margir lands- hlutar hafa sinar sérstöku gerðir af þeim og bæta þær með vissu móti. Stundum eru þær pund á þyngd og nærri heil máltið út af fyrir sig. í tamölur er bezt að reyna að verða sér úti um hvítleitan og mjúkan maís og gera af honum mjöl eins og hér segir: Hita 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.