Heilsuvernd - 01.12.1955, Síða 18

Heilsuvernd - 01.12.1955, Síða 18
102 HEILSUVERND Áslaug Sigurgrímsdóttir: MATARDPPSKRIFTIR GRÆNKÁLSJAFNINGUR: Mjólk er hituð. Heilhveiti hrært út i kaldri mjólk og sett í sjóðandi mjólkina svo af verður þykkur jafning- ur; í hann er látið lítið eitt af smjörlíki og vitamon (jurtakraftur) eftir smekk. Síðan er söxuðu grænkáli bætt út i jafninginn. Skreytt með harðsoðnum eggjum og tómötum. — í stað grænkáls má nota hvítkál. KÁRTÖFLUBÚÐINGUR: Eartöflur og laukur eru skorin í sneiðar og lögð i mót eða ofnskúffu, sem sett er í kaldan ofn og iátin hitna með honum í um það bil þrjú kortér. Þá er soðinn heii- hveiti jafningur, bættur með smjörlíki og vitamoni (jurta- krafti), og tveimur eggjuni hrært út í. Þessu er hellt yfir kartöflurnar i ofninum og bakað þar til jafningurinn er hlaupinn. Rifnum osti má strá yfir búðinginn rétt áður en hann er tekinn úr ofninum. GRÆNMETI 1 OSTI: Gulrætur, kartöflur, hvítkál og laukur er skorið í ten- inga og hitað í fitu, sett í pott og hellt á það örlitlu vatni, soðið i 3—5 mínútur. Bætt með rifnum osti og saxaðri steinselju. BAUNABUFF: Jöfn hlutföll af grænum baunum, sojabaunum, linsum og kartöflum. Soðið, saxað og bætt út í 1—2 teskeiðum af kartöflumjöli, 1—2 eggjum og vitamoni eftir smekk. Úr þessu eru gerðar kringlóttar kökur, sem steiktar eru ljósbrúnar í fitu og bornar fram með lauk, hituðum í fitu. Með þessu er gott að bera fram rauðkál, skorið i þunnar sneiðar fyrir suðu, soðið og kryddað með sítr-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.