Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 38

Heilsuvernd - 01.12.1955, Qupperneq 38
122 HEILSUVERND 1}. spurning: Eru brúnu rísgrjónin, sem nú fást, fyrsta flokks vara, sambærileg við ómöluð bygggrjón, rúg og heilhveiti? Svar: Því fer víðs fjarri. Öll hefluð rísgrjón, sem ég hef séð, eru svipt hýði sínu og þá einnig fjörefnum. Ég hef aðeins einu sinni fengið risgrjón með hýðinu óskertu, silf- urhvítu eins og það er á sumum tegundum, og þau pant- aði ég frá Lundúnum. Þau munu vera fágæt hér á landi. Yfirleitt eru öll matvæli, sem gjörð hafa verið að verk- smiðjuiðnaði, stórskemmd og svipt sínum beztu kostum. 5. spurning: Er nokkuð C-fjörefni í súrmjólk? Svar: Já, sérstaklega ef mjólkin hefur ekki verið eld- hituð, og þá helzt í hinni svokölluðu seigmjólk, sem fá má í Reykjavík. En hún er vandgeymd, þolir ekki hita frá 18—22 C°. Þegar hún er orðin þykk og seig (,,spinnur“, sem kallað er), er bezt að setja hana í kæliskáp, þar til hún er notuð. 6. spurning: Eru tómatar jafn fjörefnaauðugir, þó þeir séu ræktaðir bak við gler í gróðurhúsum? Svar: Að öðru jöfnu eru þeir það ekki, en þeir eru eigi að síður góður matarbætir. Útiræktaðir tómatar eru fá- gætir hér. 7. spurning: Er dökkur púðursykur hollari en sá Ijósi, og af hverju er hann dökkur? Svar: Dökki púðursykurinn er hollari vegna þess, að í honum eru meiri steinefni og hann er ekkert blíktur. Með þökk fyrir spurningarnar. J. Kr.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.