Heilsuvernd - 01.12.1955, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.12.1955, Blaðsíða 32
116 HEILSUVERND hvort unnt væri að draga úr þrautum sínum þar til yfir lyki. Ég sagði henni að það væri hægt, og bað hún þá um ráð til þess. Ég gaf henni ráð, sem hún lofaði að fara nákvæmlega eftir. LJtskýrði ég þau fyrir henni eins og unnt var og fann að hún hafði áhuga fyrir því, sem ég sagði. Ég hafði svo ekki frekari spurnir af henni fyrr en eftir 10 mánuði. Þá kom hún til mín aftur og var þá orðin rjóð í andliti, glaðleg og létt í spori og augun fjörleg. Ég spurði hana strax um brjóstin. Æxlin voru gersamlega horfin og henni leið vel. Þessu hafði fengizt áorkað með breyttu mataræði einu saman. Vegna þess, að þessi reynsla mín er í samræmi við reynslu margra annara lækna, hef ég skýrt frá henni hér. Ég get ekki látið vera að undrast yfir því, hve lítið er gert til umbóta á fæði þjóðar vorrar, eins og sú nauðsyn liggur beint við, í stað þess að fljóta þannig sofandi að feigðar ósi. Það ætti þó að geta verið sýnilegt hverjum manni, hve mataræði vort er fjarlægt því að vera líklegt til 'heilsubóta. Vér eigum ekki glæsilega tíma í vændum, ef vér höldum áfram að rækta sjúkdóma eins og gert hefur verið undanfarna 5—6 áratugi. Þeim fjölgar látlaust, er sjúkir verða, og læknar vorir fást þvi nær eingöngu við að- gerðir á áorðnum sjúklegum breytingum, en brýnum ráð- stöfunum til almennrar heilsuverndar er lítið sinnt. Uppbyggingarstefna sú, sem Alexis Carrel kallar Remaking of Man, og fólgin er í fyrirbyggingu sjúk- dóma með ræktun fullkominnar heilbrigði, þarf að verða hér ráðandi afl í stað þeirrar óheilastefnu, eða stefnuleysis, sem vér höfum fylgt síðustu áratugina. Menn verða að hætta að rækta í sjálfum sér tannskemmdir, botnlanga- bólgu, sykursýki, magasár, skjaldkirtilsjúkdóma, hjarta- sjúkdóma, sálsýki o. s. frv. með óhollu mataræði og lífs- venjum — og krabbameinið mun þá einnig hverfa. alveg hljóðalaust. Sjúkdómar eru óþarfir. Vér höfum allt sem vér þurfum til þess að skapa í landi voru hrausta og heilbrigða þjóð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.