Heilsuvernd - 01.03.1959, Síða 10
HEILSUVERND
ÁVARP
Kæru vinir og féiagar, konur og menn.
Ykkur þakka ég, að starfi voru hefir skilað nokkuð
áfram á síðustu áratugum, eftir að ég lét af embætti sem
læknir. Þessu starfi hefir fylgt Guðs blessun. Ég þakka
forsjón lífsins, að hún hefir vakið ykkur til skilnings á því
og þýðingu þess fyrir land vort og þjóð.
Ég kynntist náttúrulækningastefnunni fyrst vestur í
Ameríku, á hinu heimsfræga heilsuhæli Kelloggs. Árið
1921 dvaldi ég þar um þriggja vikna skeið, sem gestur
Kelloggs. Þeim kynnum á ég mikið að þakka. Síðar kynnt-
ist ég sir Arbuthnot Lane. Hann stofnaði félag til umbóta
á heilsu manna, og hann nefndi það New Health Society.
Löngu áður hafði dr. Bircher Benner byggt heilsuhæli í
Zúrich, sem ennþá er starfrækt eftir meir en 60 ár, og
er heimsfræg stofnun. Hér á norðurlöndum, í Svíþjóð kom
Waerland af stað stofnun til heilsuræktar, sem hann síðar
og kona hans útbreiddu um allt Þýzkaland, og eru þau
heimskunn orðin.
I Danmörku stofnaði dr. K. Nolfi heilsuhælið Humle-
gárden. Dr. Nolfi hafði fengið krabbamein í annað brjóst-
ið, og óx það mjög hratt, en með sérstöku matarhæfi
tókst henni að lækna það. Upp úr því stofnaði hún hælið
Humlegárden, sem frægt er um öll norðurlönd.
Bæði Waerland og dr. K. Nolfi hafa komið hingað til
lands og flutt mörg ágæt erindi víðsvegar um landið.
En Islendingar hafa verið fremur tómlátir fyrir þessu
heilsuræktarstarfi. Mikill hluti læknastarfsins hefir farið
til þess að lækna sjúkdómaeinkenni, frekar en orsakir þess
að sjúkdómar verði til. En þeir sjúkdómar, sem við lækn-