Heilsuvernd - 01.03.1959, Síða 14

Heilsuvernd - 01.03.1959, Síða 14
6 HEILSUVERND skurðlækni, dr. med. lic. Oluf Poulsen frá Hróarskeldu. Doktorsritgerð sína, „Experimental and statistical studies on extrinsic factors in carcinogenesis“ (Rannsóknir byggð- ar á tilraunum og skýrslum um ytri orsakir krabbameins- myndunar), varði hann 13. júní 1949. Það merkilegasta í ritgerð þessari, auk víðtækra dýra- tilrauna, var rannsókn á dauðsföllum úr krabbameini og berklum meðal adventista í Danmörku. I 50 ár hafa þeir rekið stórt heilsuhæli, Skodsborg, við Eyrarsund skammt fyrir norðan Kaupmannahöfn, og hefir það um fleiri tugi ára verið skoðað sem sterkasta vígi jurtaneytenda á Norð- urlöndum. Það hefir notið ekki minna álits en heilsuhæli Bircher-Benners í Zúrich í Sviss, en hefir verið stærra og betur stjórnað. Þangað leita sjúklingar hvaðanæfa til meðferðar með mataræði og öðrum læknisdómum. Jurtaneytendur á Norðurlöndum hafa litið á fæðið í Skodsborg sem fyrirmynd, sem ekki væri hægt að bæta um. Adventistar eru almennt jurtaætur, sem fylgja bókstaf Biblíunnar, þar sem segir: „Ég gef ykkur allskonar sáð- berandi jurtir á allri jörðinni, og allskonar tré, sem bera ávöxt með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“ Það gefur að skilja að dr. Poulsen var mikið í mun að rannsaka, hvaða áhrif lifnaðarhættir þeirra höfðu á heilsufar þeirra al- mennt, sérstaklega með tilliti til krabbameins, sem var meginverkefni doktorsritgerðar hans. Stjórn adventista í Danmörku lét dr. Poulsen fúslega í té allar nauðsynlegar skýrslur, sem hann rannsakaði ítarlega. Og niðurstaðan kom honum mjög á óvart. Krabba- mein reyndist jafnalgengt meðal danskra adventista og annarra, og berklar voru öllu tíðari, einkum meðal barna. Fréttin um árangurinn af þessum rannsóknum fór sem eldur í sinu um öll Norðurlönd og vakti geysilega athygli, og það þeim mun fremur sem kenningar Waerlands höfðu náð þar mikilli útbreiðslu og orðið vel ágengt í að útrýma sjúkdómum. I dönskum, sænskum og norskum blöðum

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.