Heilsuvernd - 01.03.1959, Page 21

Heilsuvernd - 01.03.1959, Page 21
'HEILSUVERND Úlfur Ragnarsson, læknir: Hugleiðing um heilsurækt (Erindi flutt á Akureyri sumarið 1958). Svo lengi sem sögur fara af hefur mennina dreymt um eilífa æsku og hreysti. Þessi draumur birtist í þjóSsögum og trúarbrögðum, og nú á dögum vekur það jafnan mikla athygli ef það spyrzt, að einhver vísindamaður hafi fundið leið til að lengja ævina um áratugi. En Iðunnareplin eru vandfundin. Vísindamennirnir deyja eins og aðrir menn, þegar stundin er komin, og yngingarlyfin hafa til þessa reynzt svo sem þau væru fremur runnin undan rifjum Mammons en Guðs. Þó að undralyfin hafi reynzt haldlítil í þessum efnum, fer því þó fjarri, að ekkert sé hægt að gera til að viðhalda hreysti líkama og sálar og lengja jafn- framt lífdagana. Líkaminn þarfnast hirðu og eftirlits, ef hann á að end- ast vel. Enginn gerir þá kröfu til bíls, að hann endist og fullnægi sínu hlutverki ósmurður, eldsneytis- og raf- magnslaus. Hví skyldum við krefjast þess af líkama okk- ar? öllum virðist sjálfsagt að benzínvél verði að ganga fyrir benzíni. Marga furðar á því að líkaminn gangi ekki fyrir hverju sem er, ef það aðeins fullnægir þeirri kröfu, að mögulegt sé að hakka það í sig. Menn verða að læra að greina milli ætis og óætis. Svo virðist sem flestir hafi glatað þeirri eðlishvöt, sem leiðbeinir dýrunum. Mað- urinn er að þroskast upp yfir stig blindra eðlishvata. Hann er að losna úr þeim viðjum, sem dýrin eru vafin, og ætti nú helzt að verða dýrbetrungur. Til þess að svo takist til þarf vitið að taka við forustunni. Ef manninum tekst ekki að hafa vit fyrir sjálfum sér, er nokkurnveginn víst, að dagar hans eru taldir á þessari jörð.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.