Heilsuvernd - 01.03.1959, Síða 23

Heilsuvernd - 01.03.1959, Síða 23
HEILSUVERND 15 félag, Geðvemdarfélag Islands, sem hefur þetta að megin- verkefni. I eðli sínu er kirkjan einnig geðverndarfélag. Ekkert afl styrkir eins andlegt jafnvægi og sönn trú. Þessu megum við ekki gleyma, og höfum heldur ekki gleymt, þó að minna hafi verið um sýnileg merki en æskilegt væri. Við vitum, að trú og menning eru nauðsynleg heilbrigðum fullþroska manni og teljum því presta, kennara, lækna og alla lærða og leika, sem vilja vinna að betri heimi sam- herja okkar. Okkur kann að greina á um leiðir. Hvernig ætti annað að vera? En við virðum einlægnina, hvar sem hún kemur fram, en hljótum að berjast gegn óeinlægni og blekkingum. Starf náttúrulækningastefnunnar á íslandi hefur fram til þessa snúizt að verulegu leyti um manneldismál, og ekki að ófyrirsynju. Frumherjamir með Jónas Kristjánsson í broddi fylkingar hafa barizt ötullega fyrir endurbótum á fæði þjóðarinnar, og hefur orðið nokkuð ágengt, þótt enn sé langt að landi. Að mörgu leyti stöndum við íslend- ingar vel að vígi í manneldismálum. Loftslagið er þannig, að ekki er mikil hætta á, að matvæli spillist. Enginn hörg- ull er á mjólk, sem vonandi ætti að vera sæmilega góð, þó að ætla mætti að efnaskortur í fóðri, sem veldur sjúk- dómum í kúnum, komi einnig fram í mjólkinni. Kartöflur eru drjúgur þáttur í fæðunni, en einnig þar má ætla, að ræktunin ráði miklu um hollustuna, svo og geymsla og matreiðsla. Fiskurinn hefur þau hlunnindi að lifa þar, sem sízt þarf að gera ráð fyrir skorti á nauðsynlegum stein- efnum, og má því gera ráð fyrir að betri fisk sé varla hægt að fá. Eins má ætla að féð, sem gengur á heiðum uppi sé vel á sig komið eftir sumarið. Svo er það allt annað mál, hverjar skoðanir menn hafa á neyzlu kjöts og fiskjar. Þær eru á ýmsa vegu, jafnvel meðal fylgjenda náttúrulækningastefnunnar, þó að flestir séu samdóma um, að æskilegt væri að borða minna kjöt og meira af jarð- argróðri. Þetta er nú allt tiltölulega gott, enda eru ís- lendingar varla óhraustari en aðrar svonefndar menningar-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.