Heilsuvernd - 01.03.1959, Qupperneq 27

Heilsuvernd - 01.03.1959, Qupperneq 27
HEILSUVERND Tannskemmdir meðal frumstæðra þjóða Á SUÐUREYJUM. Árið 1932 lagði dr. Weston A. Price leið sína til Suður- eyja, sem liggja vestan við Skotland, og gerði þar sams- konar rannsóknir og í Sviss (sjá síðasta hefti Heilsu- verndar). Stærsta eyjan heitir Lewis-ey, sem hafði þá um 20 þúsundir íþúa, er lifðu aðallega á fiskveiðum og sauð- fjárrækt. Hinsvegar var þar fátt um kýr, því að graslendi var af skornum skammti. Eyjarskeggjar ræktuðu mikið af höfrum og dálítið af byggi. Hafrar og fiskmeti var aðal- fæða þessa fólks. Á sumum eyjunum sást mjólk svo að segja aldrei, og víða var mjög lítið um grænmeti og aldin. Dr. Price skoðaði þarna tennur í yngra og eldra fólki, tók myndir, rannsakaði munnvatn, tók sýnishorn af fæðu til efnagreiningar og kynnti sér rækilega daglegt fæði al- mennings. Fór hann um margar eyjarnar í þessu skyni. Yfirleitt voru eyjaskeggjar mjög hraustir og vel byggðir. Tannskemmdir voru æði mismiklar. I innsveitum Lewis- eyjar fann hann aðeins 1.3% tanna skemmdar meðal ungl- inga. En í Stornoway, sem er stærsti bær eyjanna, með 4000 íbúa, var mikið um tannskemmdir. T. d. fann hann í 100 manna hópi á áldrinum 20—40 ára 25 manns með gervitennur. Á einu heimili sá hann tvo bræður, og hafði sá eldri allar tennur heilar, en í hinum voru 'flestar skemmdar. Þeir borðuðu við sama borð. En skýringin á þessum mismun lá í því, að eldri bróðirinn borðaði varla annað en heimafengið fæði, en hinn hámaði í sig hvítt brauð og sætindi í stórum stíl. Dr. Price tók víða eftir því á ferðum sínum, að þegar

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.