Heilsuvernd - 01.03.1959, Síða 39

Heilsuvernd - 01.03.1959, Síða 39
HEILSUVERND Frá Heilsuhæli N.I.F.Í. í Hveragerði Heilsuhæli félagsins hefur oftast verið fullskipað í vet- ur. Þó hefur aðsókn verið miklu minni en yfir sumar- mánuðina, og hafa flestir komizt að með litlum fyrirvara, sem leitað hafa eftir dvöl. Við því má búast, að breyting verði á undir vorið, og er því ástæða til að minna fólk á að panta í tíma. Ennfremur verður að gera ráð fyrir, að erfitt geti reynzt að lofa ákveðnum komutíma, því að ó- mögulegt er að sjá fyrir með vissu, hversu lengi sjúklingar þurfa að dveljast til þess að ná tilætluðum árangri. <o> Rýmkuð hefur verið heimild sjúkrasamlaga til stuðn- ings við sjúklinga er dveljast á hælinu úr kr. 80.00 í kr. 100.00 frá 1. marz að telja. Ennfremur hafa daggjöld sjúklinga verið lækkuð (öll meðferð innifalin) úr kr. 150.00 í kr. 135.00. Ættu þessar breytingar að létta mikið undir með þeim sjúklingum er á hælinu dveljast. Heimild sam- laga til stuðnings við sjúklinga gildir aðeins um þá, sem haldnir eru gigtarsjúkdómum. <o> 1 samráði við Tryggingastofnun ríkisins hefur sú ákvörð- un verið tekin, að dvalargestir, sem koma á timabilinu 15. júní — 15. ágúst, skuli eJcki njóta samlagsréttinda. Öllum sem pantað hafa vist á áðurgreindu tímabili, verður gert aðvart bréflega, svo að þeim gefist kostur á að færa til dvalartíma sinn, ef þeir æskja þess, að svo miklu leyti sem við verður komið. <o> Unnið er að nýju viðbyggingunni, þó hægar fari en æski- legt væri. Veldur því fjárskortur. Þar sem afkoma hælis- ins batnar mjög við þessa stækkun, sem nemur 18 her-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.