Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 14
Jónas læknir andaðist að heimili sínu i Heilsuhæli
Náttúrulækningafélags Islands i Hveragerði sunnudag-
inn 3. april. Hann var fæddur 20. september 1870 á
Snæringsstöðum í Svínadal. Foreldrar hans voru Kristj-
án bóndi þar Kristjánsson og kona bans, Steinunn Guð-
mundsdóttix-. Hann lauk stúdentsprófi i Reykjavík 1896
og embættisprófi við læknaskólann i Reykjavík 1901.
Um skeið stundaði hann framhaldsnám í Kaupmanna-
höfn. Hann var skipaður héraðslæknir í F'ljótsdals-
héraði 1901 og gengdi þvi embætti fram til 1911, en
var þá skipaður héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði. Því
embætti gengdi til til ársloka 1938, er liann fluttist til
Reykjavikur og stundaði hann þar lækningar. Til Hvera-
gerðis fluttist Jónas er hæli Náttúrulækningafélags Is-
lands tók til stai’fa fyrir fáurn árum. Hann var fyrst
læknir félagsins, þar til nýlega að hann lét af því starfi,
en átti samt heimili sitt þar áfram.
Ég vil minnast Jónasar læknis með örfáum orðum,
kveðja þennan vin minn og' þakka honum fyrir það, er
lxann hefur gert fyrir íslenzka æsku og fyrir mig jxer-
sónulega. — Fyrstu kynni mín af Jónasi voru á Sauðáx’-
króki, er ég var barn og kom oft í læknisliúsið, en ég
var vinur og leikbróðir Kristjáns sonar hans ( Kristján
varð læknir, en dó af slysförum stuttu eftir að liann liafði
lokið læknanámi). Kynni mín af læknisheimilinu voru
því allnáin, og hef ég rnjög ánægjulegar minningar
frá því heimili. Kona læknisins, Hansína Benedikts-