Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 29

Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 29
HEILSUVERND 27 sjónamáli, því að kenna þjóð sinni að forðast sjúkdómana með hollari lifnaðarháttum. Mörgum árum áður liafði náttúrulækningastefnan tekið hug hans. í mörgum utanlandsferðum, víða um heim, hafði hann kynnt sér störf stefnubræðra sinna; þegar heim kom, fræddi hann þjóð sína um þessi mál, i ræðu og riti með þeim eldlega áhuga, sem honum var laginn. F'orusta hans um stofnun Náttúrulækningafélags Is- lands, útgáfa tímaritsins „Heilsuvernd", margra ágætra hóka um bætt mataræði og náttúrulega lifnaðarhætti, fyrirleslrarferðir viða um land og í sambandi við það stofnun félagsdeilda N.L.F.Í., allt har þetta vitni um hinn óþreytandi hugsjónamann, sem aldrei lét bugast, en lagði fram alla sína starfsorku, og síðar þegar bygging heilsu- hælisins kom til, lagði hann fram allar eigur sínar þessu mikla máli til framdráttar. Jónas læknir fann það glöggt og skildi, að heilbrigð sál þurfti hraustan líkama, annars gat andleg heilhrigði ekki varað leng'i; þess vegna var liann óþreytandi i þvi að áminna samferðafólkið um að varðveita meðfædda líkam.ihreysti og lífshamingju með náttúrlegum lifnað- arháttum. Aðalvettvang þessa mannbótastarfs hugsaði Jónas sér heilsuhæli N.L.F.Í., þar sem í senn væri unnið að því að draga úr þjáningum þeirra sjúku, með nátt- úrulegum lækningaaðferðum og' náttúrulegu fæði, jafn- framt því sem dvalargestir hælisins yður aðnjótandi fræðslu um heilbrigða lifnaðarliætti. Jónas sá þann draum sinn rætast, að heilsuhælið risi af grunni, og lionum entust starfskraftar til að móta starfið þar fyrstu árin. Jónas læknir var mikill unnandi íslenzku öræfanna. A unga aldri ferðaðist hann á sínum góðu hestum um há- lendi landsins, bæði þegar hann var á leið í skóla og úr, og einnig sem fylgdarmaður útlendinga. Á gamalsaldri þreytti hann göngur um reginfjöll sem ungur væri. Hann var íslendingur í þess orðs beztu merk-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.