Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 10

Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 10
8 HEILSUVERND lét sér fljótt skiljast, að þar væri um stefnu að ræða, er horfði til mannbóta, enda skyldleikasamband milli hennar og náttúrulækningastefnunnar. Jónas skorti ekki siðferðilegt hugrekki, eins og allir, sem þekktu hann, vita, og hikaði ekki við að ganga fram fyrir skjöldu, þótt liðsstyrkur mætti meiri vera að baki og ekki væri sótt frain með bumbuslætti eða undir einhverjum blakt- andi tizkufánum. — Fyrir allt þetta vil ég þakka hon- um og fyrir öll okkar kynni, fyrr og siðar, og ég tel hann einn af allra ánægjulegustu og göfugustu sam- ferðamönnum mínum á lífsleiðinni, einn af þeim mönn- um, sem andlegur gróði er að lcynnast, einn af þeim mönnum, sem lifa eins og ljós í vitund manns, þótt þeir hverfi að sýnilegum návistum. — Á 10 ára afmæli Náttúrulækningafélags íslands árið 1949 flutti ég félaginu kvæði. Segir þar meðal annars: „Forvígismönnum ég færi þakkir, ekki sízt minum unga vini, hógværa, göfuga, hjartaprúða kappanum — Jónasi Kristjánssyni. Heldur hann djarft og hátt á lofti heilbrigðinnar helga merki, — ætti að vera að verki studdur af leiðtogum fólksins, lækni og klerki.“ — Ég vil nú, um leið og ég færi „kappanum“, sem hér er fallinn i valinn, einnig fyrir hans hönd þakka öðr-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.