Heilsuvernd - 01.05.1960, Side 31

Heilsuvernd - 01.05.1960, Side 31
HEILSUVERND 29 Þótt Jónas læknir sé horfinn sjónum okkar, yfir um til lands ódauðleikans, dáinn, sem kallað er, mun hann þrátt fyrir það lifa áfram á meðal þjóðar sinnar, sem einn mikil- hæfasti og bezti sonur, sem ísland hefur fóstrað. Með starfi sínu hefur liann sjálfur reist sér minnisvarða sem óbrotgjarn mun reynast, og sem mölur og ryð fá eigi grandað. Nafn hans og saga verður skráð gullnu letri á spjöld sögunnar í nútíð og framtíð, á meðal aldna og óborinna, um aldir. „Heimsins þegar hjaðnar rós, og hjartað klökknar. Jesús gef mér eilíft ljós, sem aldrei slökknar.“ Það ljós, sem um getur í þessu litla versi, var einmitt það ljós, sem Jónas læknir átti i svo óvenju ríkum mæli. Ég hef tvívegis verið sjúklingur Jónasar, tala því af eigin reynslu, sem einstaklingur. Þó er ég þess fullviss, að mér er óhætt að mæla jafnframt fyrir munn þúsundanna, sem eiga hinum framliðna lækni skuld að gjalda, og segi: Hjartans þakkir fyrir mikið, göfugt og gifturíkt starf. Beztu óskir um áframhaldandi göfgi á sigurbraut manns- andans. Meiri fullkomnunar og þroska á landinu handan hafsins mikla, á landi ódauðleikans. Þangað fá vor mann- legu augu ei greint, en vér vitum, þó að það land er til, skynjum þann æðsta sannleika. Vinur og bróðir, nú er lokið hér miklum og löngum starfsdegi, starfi brautryðjandans. — Beztu þakkir fyrir allt og allt — í guðs friði. Haraldur Hallsson.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.