Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 28
26
HEILSUVERND
þeir voru margir. — Heimili þeirra læknishjónanna var
glæsilegt menningarheimili, orðlagt fyrir gestrisni og góð-
vild. Og eitt af einkennum Jónasar læknis voru harngæði
lians. Hann mátti varla sjá nokkurt barn án þess að víkja
að því einhverju góðu, — hvar sem hann var staddur.
Söfnuðu læknishjónin að sér börnum og héldu þeim veizlu
um jólaleitið. Var þá sem oftar glatt á hjalla í læknishús-
inu. Biðu hörn þessa boðs jafnan með eftirvæntingu og
munu mörg þeirra minnast læknishjónanna og heimilis
þeirra alla ævi, a. m. k. er þvi svo farið með börnin mín.
Ég vil að lokum votta öllum eftirlifandi ástvinum Jón-
asar læknis hluttekningu mína og barna minna í sorg
þeirra eftir liann látinn.
Hann átti jafnan sæti „sólarmegin i lífsins skóla“. —
Það er hjart yfir minningu hans.
Sigurður Sigurðsson
frá Vigur.
Jónas Kristjánsson er horfinn af sjónarsviði þessa heims.
Hans ævistarf var starf hins óeigingjarna og eldheita hug-
sjónamanns, sem aldrei hlífði sjálfum sér né unni sér
hvíldar.
Hann starfaði sem héraðslæknir í tveimur erfiðum liér-
uðum, fyrst í Fljótsdalshéraði og síðan í Skagafirði, þar
sem hann á báðum stöðum var talinn skara fram úr um
hugkvæmni, handlægni og áræðni í störfum, sem oft voru
unnin við frumstæð skilyrði.
Til Reykjavíkur fluttist hann hálfsjötugur að aldri. Þar
liófst hann þegar handa með lækningar eftir leiðum, sem
þá voru óþekktar liér á landi, og jafnfram fór hann þá,
af óþreytandi áhuga, að vinna að sínu hjartfólgnasta hug-