Heilsuvernd - 01.05.1960, Side 24

Heilsuvernd - 01.05.1960, Side 24
22 HEILSUVERND Ilann andaðist á heimili sínu i Heilsuliæli Náttúru- lækningafélags íslands i Hveragerði sunnudaginn 3. apríl, nær því níræður að aldri, — fæddur 20. sept 1870. — En útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24. apríl kl. 2 síðd. Örstutt ágrip af helztu æviatriðum hans er birt í 8. tbl. Morgun- blaðsins, er kom út 5. apríl, og spara ég mér að endur- taka þau. En með þvi að ég átti því láni að fagna að kynnast þessum afbragðsmanni um nokkurt skeið ævi okkar, langar mig til að minnast lians með nokkrum orðum. Jónas læknir var skipaður héraðslæknir i Sauðár- krókshéraði frá 1. júní 1911 að telja og gegndi hann því embætti til ársloka 1938. Kynning okkar hófst þegar ég fluttist til Sauðárkróks 1. des. 1924. Fyrr en þá hafði ég aldrei komið til Skagafjarðar, og var ég þá nær því öllum ókunnugur þar. En móttökur læknishjónanna, Jónasar og frú Hansínu Benediktsdóttur, konu hans, voru með þeim hætti að okkur konu minni gleymdist aldrei sú vinsamlega alúð, sem við áttum þá undir eins að mæta á heimili þeirra. Og um það bil einu ári síðar gerðist það, m. a. fyrir atbeina Jónasar læknis, að við urðum nánustu nágrannar í kauptúninu og vorum það öll þau ár, sem við áttum þar báðir heima. Og það hef ég vitað æ síðan, að enginn maður hefur átt betri nágranna en við hjónin og börn okkar áttum þá. Þegar ég kom í Skagafjörð, varð ég þess brátt vís, hve mikla hylli og álit Jónas Kristjánsson hafði öðlazt þar sem læknir. Almenningur taldi honum fátt ókleyft sem lækni. Hafði mikið orð farið af honum sem góðum lækni, meðan liann gegndi emlnætti á Austurlandi. Og í Skaga- firði urðu afrek lians sem skurðlæknis brátt kunn, bæði þar heima í héraði lians og annars staðar um land. Minnist ég þess nú, að ungur og efnilegur læknir, sem um stund- arsakir þjónaði Hofsóshéraði, en var Jónasi til aðstoðar við vandasama uppskurði, hafði það á orðið við mig, hve

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.