Heilsuvernd - 01.05.1960, Blaðsíða 24

Heilsuvernd - 01.05.1960, Blaðsíða 24
22 HEILSUVERND Ilann andaðist á heimili sínu i Heilsuliæli Náttúru- lækningafélags íslands i Hveragerði sunnudaginn 3. apríl, nær því níræður að aldri, — fæddur 20. sept 1870. — En útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24. apríl kl. 2 síðd. Örstutt ágrip af helztu æviatriðum hans er birt í 8. tbl. Morgun- blaðsins, er kom út 5. apríl, og spara ég mér að endur- taka þau. En með þvi að ég átti því láni að fagna að kynnast þessum afbragðsmanni um nokkurt skeið ævi okkar, langar mig til að minnast lians með nokkrum orðum. Jónas læknir var skipaður héraðslæknir i Sauðár- krókshéraði frá 1. júní 1911 að telja og gegndi hann því embætti til ársloka 1938. Kynning okkar hófst þegar ég fluttist til Sauðárkróks 1. des. 1924. Fyrr en þá hafði ég aldrei komið til Skagafjarðar, og var ég þá nær því öllum ókunnugur þar. En móttökur læknishjónanna, Jónasar og frú Hansínu Benediktsdóttur, konu hans, voru með þeim hætti að okkur konu minni gleymdist aldrei sú vinsamlega alúð, sem við áttum þá undir eins að mæta á heimili þeirra. Og um það bil einu ári síðar gerðist það, m. a. fyrir atbeina Jónasar læknis, að við urðum nánustu nágrannar í kauptúninu og vorum það öll þau ár, sem við áttum þar báðir heima. Og það hef ég vitað æ síðan, að enginn maður hefur átt betri nágranna en við hjónin og börn okkar áttum þá. Þegar ég kom í Skagafjörð, varð ég þess brátt vís, hve mikla hylli og álit Jónas Kristjánsson hafði öðlazt þar sem læknir. Almenningur taldi honum fátt ókleyft sem lækni. Hafði mikið orð farið af honum sem góðum lækni, meðan liann gegndi emlnætti á Austurlandi. Og í Skaga- firði urðu afrek lians sem skurðlæknis brátt kunn, bæði þar heima í héraði lians og annars staðar um land. Minnist ég þess nú, að ungur og efnilegur læknir, sem um stund- arsakir þjónaði Hofsóshéraði, en var Jónasi til aðstoðar við vandasama uppskurði, hafði það á orðið við mig, hve
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.