Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 45
HEILSUVERND
43
sem ekki var djúpt á fyrrum í eðli lians. Hann var 12
ára þegar það gerðist, er nú skal segja frá með lians
eigin orðum: „Ég var sendur upp að Skeggjastöðum
í Svartárdal eftir meðölum. Skildi hestinn eftir á Löngu-
mýri og var ferjaður yfir Blöndu og hljóp svo upp í
dalinn. Þegar ég kom aftur að ánni, var eitthvað fólk
þar fyrir á férjustaðnum — mjög fínn maður á flaks-
andi kápu og' sópaði að lionum, ung stúlka og fylgdar-
maður þeirra. Var þetta Benedikt Sveinsson sýslumað-
ur og dóttir lians á suðurleið. „Hvern andskotann ertu
að garga strákur“, sagði Bendikt og byrsti sig. „Nú,
ér er að kalla á ferjuna“, sagði ég og setti hendurnar
aftur fyrir munninn. „Ég er búinn að því“, sagði hann,
„og svo held ég að hvolpur eins og þú ættir nú rétt
að geta synt hérna yfir“. „Syntu sjálfur“, sagði ég og
var hinn liortugasti. En dóttir hans, ung og vel klædd,
kom nú og skarst í leikinn og spurði: „Af hverju ertu
svona vondur við drenginn, pahbi?“ „Nú, það er strák-
urinn, sem er vondur við mig“, sagði Benedikt og
brosti. En þessi yndislega stúlka tók upp lijá sér súkku-
laði og gaf mér og' allt féll í ljúfa löð“. Sennilega hef-
ur Benedikt grunað, að það væri mannsefni í þessum
dreng, undir eins og hann sá liann.
Þó, var það svo, ef eftir var leitað, að Jónas taldi
ekki þörf á þvi, að hringja út vikingaöldina, né syngja
svanasönginn yfir Norðurlandakarlmennskunni, þótt til
víðari útsýnis hæri um eðli lífs i mörgum samböndum
og forlög mannkynsins ættu sína tryggingu í vísindun-
um. Það var græna blaðið, sem Jónas vissi að átti frum-
heimildina á lífinu á þurrlendi jarðar, og leyndardóm-
ur þess, jafnt og opinberun, varð Jónasi frjó og mikil
heimspeki og síðan lífsnautn.
Eftir háttum Jónasar og framgöngu mátti ætla, að
hann væri fílhraustur maður á hvaða skeiði ævinnar
sem var. En svo var ekki. Er hann var í þriðja bekk
skólans lá hann milli heims og helju í taugaveiki