Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 18
ír,
HEILSUVERND
duglega hesta, sem liann fór vel með, enda var hann
mikill dýravinur. Þegar sleðafæri var um eylendi Skaga-
fjarðar, notaði Jónas erlendan bjöllusleða, og var þá oft
farið liratt yfir. Að fá að sitja á sleðanum lijá Jónasi,
þótti okkur krökkunum mikið ævintýri.
Jónas læknir var sérlega greiðvikinn og hjálpfús mað-
ur og' þau hjón bæði. Það voru margir, sem leituðu á
hans náðir og vildi hann jafnan allra nauðsyn leysa.
Það var ekki óalgengt að Jónas tæki ekkert fyrir lækn-
isaðgerðir sínar, enda varð Jónas aldrei fjáður maður.
Ég gæti nefnt mörg dæmi um hjálpsemi og höfðings-
lund læknishjónanna, en sleppi þvi hér.
Mikið orð fór af Jónasi sem skurðlækni, og var liann
talinn einn af færustu skurðlæknum landsins. Ilann
var farsæll í öllu sínu starfi. Læknaferil Jónasar ætla
ég ekki að rekja hér, en fyrir læknastörf er Jónas
landskunnur. Mér færari menn munu sjálfsagt rita um
þau störf hans.
Ég vil þakka Jónasi lækni, þessum óeigingjarna og
eldheita hugsjónamanni fyrir langa og góða vináttu og
hjálp við mig.
Dætrum hans, fósturbörnum og öðrum ættingjum
votta ég samúð mína.
Blessuð sé minning hans.
Franch Michelsen.