Heilsuvernd - 01.05.1960, Side 26

Heilsuvernd - 01.05.1960, Side 26
24 HEILSUVERND til Vesturheims í þessum erindum. Sparaði liann til þessa hvorki fé né erfiði. Man ég ekki betur en í Vesturheimi hafi hann fyrst kynnzt þeim lælcnum, er uppliaflega hófu svonefndar náttúrulækningaaðferðir. Minnist ég þess, að um það leyti hafði hann einu sinni orð á því við mig, að haldkvæmasta leiðin í baráttunni gegn sjúkdómunnm væri að efla hreystina og viðnámið gegn sjúkdómunum, en það yrði aðeins gert með réttu mataræði og öðrum nátt- úrulegum hollustuháttum. „Því reyndin er oft sú, að of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í“. Svo komst hann þá að orði. Kynnti hann sér þessa lækningastefnu rækilega og átti mikinn bókakost þar sem um hana er fjallað. Var hann öll sín efri ár vakinn og sofinn við að halda fram kenningu þessari í orði og verki. Og af þeim toga spunninn er forsaga hans um stofnun heilsuhælis í Hveragerði. Og livað sem er og kann að verða sagt um þessa lækningastefnu, bera heilhuga aðvaranir hans, þrotlaus barátta og þetta síð- astnefnda afrek hans honum fagurt vitni. Jónas Kristjánsson var ekki aðeins mikill merkismaður innan stéttar sinnar. Hann var einnig ágætur þjóðfélags- borgari í hvívetna. Meðan hann var læknir í Hróarstungu- héraði rak hann bú á Brekku í Fljótsdal. Og eftir að hann flutti búferlum til Sauðárkróks var öðru nær en að hann legði búskapinn á hilluna. Hann átti þar gott kúabú. af- bragðsduglega hesta og nokkurn stofn sauðf jár. Kom búið læknishjónunum að góðum notum. Var málnytjunnar og annarra búsafurða mikillar þörf á heimili þeirra, því að hjá þeim var jafnan opið hús fyrir gesti hvaðanæfa að og nær því daglega gestir úr héraðinu. Þegar Jónas læknir kom fyrst til Skagafjarðar, gat naumast heitið að þar væru til nokkrir akvegir, og engar bifreiðar því komnar til sögunnar. Var lækni því ærin þörf góðra hesta. Þegar ég fyrst kynntist Jónasi lækni, átti hann léttan og lipran, útlendan bjöllusleða, og beitti hann fyrir hann brúnum eflingshesti, þá er sleðafæri var að vetrarlagi, og hann

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.