Heilsuvernd - 01.05.1960, Side 48

Heilsuvernd - 01.05.1960, Side 48
40 HEILSUVERND liéruðum. Heyrt lief ég frá því sagt, að kona nokkur, sem gekk undir uppskurð hjá honum, hafi síðan þurft að leita læknishjálpar erlendis hjá frægum sérfræðingi. Kom læknirinn þá auga á ör mikið, er konan bar eftir aðgerð Jónasar. Spurði læknirinn hana þá hvar og hver liefði framkvæmt þessa skurðaðgerð og dáðist mjög að því hve vel og haganlega hún liafði verið framkvæmd. Auk læknisstarfsins lét Jónas Kristjánsson ýmis fé- lags- og framfaramál mikið til sin taka. Hann var einn af aðalhvatamönnum til stofnunar Framfarafélags Skagafjarðar og hélt þar marga merka og fræðandi fyrirlestra um lieilbrigðis- og skólamál, bættar sam- göngur og verzlunarmál, og hvatti mjög til framfara á sem flestum sviðum. Jónas Kristjánsson naut ekki aðeins vinsælda og trausts fyrir það, hvað hann var mikilhæfur læknir, lieldur lika fyrir það, hve hann var skemmtilegur, góð- viljaður og drenglundaður maður, ríkur af samúð og nærgætni við þá, er áttu við erfiðleika að stríða. Ég man gjörla þegar sú frétt barst um Skagafjörð að Jónas Kristjánsson væri að sækja um Keflavíkurlæknis- hérað, sem þá losnaði. Það var síðla dags, að gest bar að garði foreldra minna. Er hann hafði fengið sæti í baðstofunni, þar sem heimilisfólkið var samankomið, skýrði hann frá fyrrnefndum tíðindum. Það var dauða- þögn í baðstofunni við þessa fregn og því likast sem um slysfregn væri að ræða. Skagfirðingum varð blátt áfram bilt við að heyra, að læknirinn góði, mannvin- urinn mikli, sem allir trúðu og treystu á, væri að leita eftir starfi annars staðar. Jónas dró umsókn sina til haka og Skagfirðingar fengu aftur gleði sína á ný. Heimili þeirra hjóna Jónasar og lians ágætu konu, frú Hansinu Benediktsdóttur, var með miklum glæsi- brag og gestrisnin framúrskarandi. Þar var gott og eftirsótt að koma. Hjónin lilý og skemmtileg' og allur

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.