Heilsuvernd - 01.05.1960, Side 12
10
HEILSUVERND
andlegs lífs
og okkar jarðar —
úr þjóð að skapa,
það er markið, —
málefnið,
sem mestu varðar!“
Það er þessi „heilsuaðall heima tveggja“, sem Jónas
Kristjánsson barðist fyrir að skapa með svo fágætum
áliuga og árangri, að þjóðfrægt er orðið. Hann vildi
gera menn matvísa, kenna þeim að næra líkami sína
á réttan hátt, ekki aðeins til þess að gera þá að heil-
brigðum dýrum, ef svo mætti segja, heldur til þess að
þeir mættu verða nýtir og göfugir þjóðfélagsþegnar og
hlutgengir vel í heimi andans. Hann sá í anda mann
framtíðarinnar — líkamlega hraustan og fagran og
andlega heilbrigðan, víðsýnan, vitran og góðan. Fyrir
þessa hugsjón lifði hann og starfaði. Ég veit ekki, hvort
mörgum er kunnugt um það, að hann nefndi þetta
heilsuhæli „Breiðablik“. Breiðablik var bústaður Oðins,
vizkuguðsins. Þaðan sá um heima alla. Með þessu nafni
vildi Jónas alveg vafalaust segja frá því á táknrænan
hátt, að hann óskaði þess, að hér væri þann veg lifað
og starfað, að af þvi ljómaði um víða vegu, og jafn-
framt, að andlegt útsýni væri héðan sem víðast og feg-
urst. Hann trúði á hið guðræna eðli mannsins, og á það,
að leiðin til þess lægi í gegnum líkamlega og andlega
heilsurækt, eftir því sem bezt væri vitað á hverjum
tíma. —
„Dauðinn er vís hinum fædda og fæðing er vís hinum
dána. Fyrir því skaltu ekki bera kviðboga fyrir sköp-
um þeim, sem ekki má renna.“ Þannig segir i Háva-
málum Indíalands. — Og hér er ekki heldur ástæða til
þess að syrgja, heldur miklu fremur til þess að fagna.
„Líkamsbúa verður ekki tortímt,“ eins og segir i hinum
indversku Hávamálum, og gott er nú vini vorum að lifa