Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 4

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 4
Sagt fyrir 30 árum Jónas Kristjánsson: Fyrir 60 árum las ég bók með þessu heiti. Bókin innihélt spurn- ingar um ýmis aflfræðileg og efnisleg mál og svör við þeim i stuttu máli og á góðri íslensku, eins og vænta mátti af þýðanda. En hann var Guðmundur Magn- ússon, síðar prófessor við Læknaskólann, ágætur lær- dómsmaður og kennari. Mér hefir oft komið til hugar síðan, hvers vegna ekki má svara læknisfræðilegum og sjúkdóma- fræðilegum spurningum á líkan hátt og gert var í umgetinni bók, svo sem: Af hverju stafar þessi eða hinn sjúkdómur? Hvaða ráð eru til úrbóta? Hvað eru sjúk- dómar? Hvað er heilbrigði? Það er vitað mál, að sjúkdóma taka menn ekki af tilviljun. Þeir koma allir af orsökum, og hverj- ar eru þær? Og hver eru helstu ráðin til að koma í veg fyrir þá? Því að betra er að styðja en reisa. Það má kalla lélega mannbjörg að byrja þá fyrst að lækna menn t.d. af botnlangabólgu, þegar veikin er komin á lífshættulegt stig. Segja mætti, að engan þurfi að lækna, fyrr en hann er orðinn veikur. En það er einmitt þetta, sem er nauðsynlegt. Menn þurfa að læra að lifa þannig, að þeir verði ekki sjúkir. Sjúkdómar 2 HEILSUVERND Hvers vegna? koma af orsökum. Fyrir þessar orsakir þarf að komast, áður en sjúklegar breytingar hafa orðið í líkamanum. Sennilega eru flestir sjúkdómar þannig til komnir, að unnt væri að koma í veg fyrir þá. Og það er þetta, sem hver maður á heimtingu á að vita. Vísindin eiga ekki að vera neitt pukursmál fyrir viðkomandi sjúklingum. Hver maður þarf að kunna öll ráð, sem vænleg eru til þess að varðveita líkama sinn heilan á húfi. Sjúkdómar eiga ekki rétt á sér. Og til þess þurfa menn að læra læknisfræði, að þeir geti m.a. kennt fólki að ala upp börn sín þann veg, að þau verði aldrei veik. Þetta má vel takast. Ég hefi sjálfur reynt það og séð þær hug- sjónir mínar rætast. Það er óskaplegt að vita til þess, að börn eru sífellt jóðlandi sælgæti, sem rænir þau heilsu og tápi, eyðileggur tennur og melt- ingarfæri og skapar þeim síðar meir sár í maga og krabbamein, þegar til lengdar lætur. Og svo er sífellt talað um, að menn þurfi alltaf að ganga til læknis og láta skoða sig, í stað þess að brýna þarf fyrir fólki að neyta þeirrar fæðu, sem heldur meltingarfær- unum hreinum og blóðinu hreinu og öllum vökvum líkam- — Vegna þess. ans. Heilsa manna er umfram allt komin undir innvortis hrein- leika. Ef menn vildu bara læra, hvernig þeir geta best og auðveldast gætt innvortis hrein- lætis, mundu flestir hrörnunar- kvillar, bæði andlegir og líkam- legir, hverfa eins og þoka fyrir morgunsól. Meðal hinna vestrænu þjóða hafa séðir fjáröflunarmenn séð sér leik á borði með því að gera algenga fæðu að leið til fjáröfl- unar. Fæðan er gerð að verk- smiðjuiðnaði og um leið svipt sínum bestu kostum. Alþýðu manna er svo talin trú um, að þessar verksmiðjuvörur, svo sem hvítur sykur og hvítt hveiti, séu kostavörur. En þær hafa reynst oss hinn mesti heilsuspillir, fært oss vaxandi kvillasemi í stað táps og lífshreysti. Afleiðingum nútíma gervi- fæðu er prýðilega lýst i bréfi, sem 14 ára stúlka skrifar föður sínum heim úr skólanum og ég leyfi mér að taka upp hér, en það hefir verið birt áður. „Við vorum skoðuð um daginn. Ég er 162,5 cm og 56 kg. Sjónin ekki mjög góð, tennur ágætar. Prýðilegt heilsufar hjá mér. Þó eru stelpurnar N.N. og N.N. (stöllur hennar) alltaf í rúminu. Þær eru með alla sjúkdóma, sem nöfnum tjáir að nefna, t.d. kvef magapínu ásamt uppsölu og öllu tilheyrandi, beinkröm, blöðru-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.