Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 27

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 27
Ársæll Jónsson, læknir: Trefjaefni Hvað eru trefjaefni? Trefjaefni er annað nafn á stoðvef jurtaríkisins. Stoðvefur- inn er nokkurs konar beinagrind jurtarinnar, sem ber uppi vaxtar- lag hennar hvort sem eru stöngl- ar, blöð, fræ, ávextir, rætur eða sprotar. Trefjaefni eru þannig í flestum matvælum, er koma úr jurtaríkinu. Trefjaefni úr kornmat (klíð) er mjög nauðsynlegt til þess að þarmur mannsins geti starfað á eðlilegan hátt, enda hefur klíð verið hluti af daglegri fæðu mannsins um þúsundir ára. Klíð framkallar mýkri og meiri hœgð- ir hjá manninum en trefjaefni úr ávöxtum og grænmeti. Klíð finnst í 100% heilhveiti og einnig í því pakkamjöli, sem auglýsir það sérstaklega. Á ensku heitir það ,,bran“ og það er merkt utan á pakkanum, ef því hefur verið bætt við pakkamjölið. Klíð er að mestu leyti ómeltan- legt og er þessvegna litill orku- gjafi. Þrátt fyrir það, þá er klíð- ið nauðsynlegt til þess að þarm- arnir geti starfað á eðlilegan hátt og er þannig til mikils gagns fyrir allan líkamann. Trefjaefnin auka á magn hægðanna, gera þær mjúkar svo að líkaminn á auðvelt með að losa sig við þær. Auk þess eykur klíðið á tæming- arhraða úrgangsefnanna gegnum þarminn og þannig getur lík- aminn losað sig við skaðleg efni á fljótlegri og auðveldari hátt. Mölunartækni nútímans fjar- lægir allt klíð úr hveitinu þannig að hin mjúku ,,fransbrauð“ og mörg hinna svokölluðu heil- hveitibrauða, innihalda ekkert klíð. Hvít hrísgrjön eða poleruð eru svo kölluð eftir að búið er að fjarlægja frá þeim klíðið og víta- mínið. Sykur, brúnn eða hvítur, inni- heldur ekkert klíð eða trefjaefni. Munið að tefjaefnin eru ekki óþörf efni, sem kasta á í burtu eins og fólk hefur haldið, — þau eru þvert á móti mikilvægur hluti matar okkar og bráðnauð- synleg til þess, að meltingarstarf- semi líkama okkar gerist á eðli- legan hátt. Hvað eru kolvetni? Kolvetni eru bæði ódýrasta og jafnframt mikilvægasta orkulind okkar. í ávöxtum finnast kol- vetni i formi auðleystra sykra, sem meltast fljótt og vel. Orku- forðabúr jurtanna er fyrst og fremst mjölvinn, sem er flókið efnasamband sett saman úr sykr- um og sykrungum, sem tengjast saman. Mjölvinn er ekki sætur á bragðið, en til þess að nýta hann þurfa meltingarfæri mannsins að kljúfa hann niður í sykra. Hveiti og kartöflur eru dæmi um mjölvaríkan mat. Það heitir að neyta upprunalegra eða náttúr- legra kolvetna, þegar jurtirnar eða ávextirnir eru borðaðir eins og þeir koma fyrir, soðnir eða ó- soðnir, vegna þess, að í því formi eru sykrarnir og mjölvinn sam- anofið trefjaefnunum á eðlilegan hátt. Það þarf að tyggja náttúr- leg kolvetni og þau auka á saðn- ingskennd vegna þess, að þau innihalda trefjaefni, sem metta magann. Sykur, hvítt hveiti og poleruð hrísgrjón, eru algengustu teg- undir unninna kolvetna. Hvers vegna eru unnin kolvetni óholl? Aðalástæðan er sú, að þessi efni eru svo nýkomin í þróunar- sögu mannsins, að líkami hans hefur ekki haft nægan tíma til þess að aðlagast þeim. Þessi efni breiddust út með véltækninni og hvar sem þeirra er neytt, hafa menningarsjúkdómarnir orðið algengir, eins og lýst er hér að framan. Unnin kolvetni eru svo saman- þjöppuð orkulind, að saðnings- kennd mannsins skynjar þau ekki til fulls. Þetta er sennilega höfuðorsök þess, hve offita er algeng hjá tæknimenningarþjóð- um. 100% heilhveitibrauð er saðsamt og gefur, a.m.k. 7% færri kaloriur en jafnþyngd af hvítu eða lituðu brauði. Það er i reyndinni mögulegt að leggja af með því að borða heil- hveitibrauð og kartöflur. Hvor- tveggja innihalda mikið af trefjaefnum, veita góða maga- fylli og seðja þannig matarlyst- ina fljótt og vel. Ef þú borðar nóg af heilhveitibrauði og kart- öflum þá hefur þú ekki pláí fyrir fæðu, sem fitar enn meir. Þetta hefur komið fram í nýleg- um rannsóknum. Hvernig má forðast fín- unnin kolvetni? Aðalráðleggingar í þessu sam- HEILSUVERND 25

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.