Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 21
Rasmus Alsaker Saga af vanfóðrun með ofeldi Ég var sóttur til 6 mánaða barns, sem vó 12 merkur. Dreng- urinn var 16 eða 18 merkur ný- fæddur, ég man ekki nákvæm- lega hvort heldur, en annars er mér þetta mjög minnisstætt, því að ég hefi þekkt heimilið mjög lengi og hefi fylgst með drengn- um frá þessum tíma. Hann var þá að veslast upp af vaneldi. Það er óþarft að taka það fram, að aðstandendur barnsins höfðu neytt allra ráða til að bjarga þessum einkasym. Leitað hafði verið til sérfræðinga, en árangurslaust. Barnið melti ekki matinn, sem því var gefinn. All- an þennan tíma hafði það fengið alltof mikið að borða, ekki að- eins mjólk, heldur og egg. Drengurinn var hörmungin upp- máluð, andlitið skorpið og hrukkótt eins og á gamalmenni. Það mátti með sanni segja, að hann var ekki annað en skinnið og beinin, eins og auðvelt er að gera sér i hugarlund, þegar þess er gætt, aö hann hafði lengst um fáeina þumlunga en lést um 2 eða 3 pund. Ég gerði foreldrum drengsins það ljóst, að þeir ættu ekki að keppast við að troða sem mest- um mat ofan í magann á barn- anganum, heldur væri allur gald- urinn sá, að gera hann færan um að melta það, sem þangað kæmi. Ég skýrði það ennfremur út fyrir þeim, að ómögulegt væri að láta barnið fara að þyngjast undir eins. Það yrði að byrja á því, sem mestu máli skipti, að hressa upp á líkama barnsins og melt- ingu þess, síðan mundi þyngdin koma af sjálfu sér. Ég tók frá því öll egg og lét gefa því lítið eitt af aldinsafa blandaðan vatni; ennfremur síað seyði af ýmis konar §oðnu grænmeti, en gætti þess vel að hafa það ekki of sterkt. Mjólk- ina, sem drengurinn fékk, lét ég blanda til helminga með volgu vatni. Þá voru honum settar stól- pípur með litlu einu af olíu, til þess að halda ristlinum hreinum, og svo var litli kroppurinn.nudd- aöur með olífuolíu tvisvar á dag. Ég brýndi það fyrir móðurinni að láta drengnum ekki verða kalt og hafa vel heitt í herberginu, þegar hún skipti á honum og nuddaði hann. En jafnframt lagði ég ríkt á við hana að hafa gott loft og góða loftræstingu í herbergi barnsins allan sólar- hringinn og sjá svo um, að það hefði gott næði. Það veitti ekki af að vernda þessa litlu líftóru með öllum hugsanlegum hætti, og þvi var lagt blátt bann við því, að aðrir en foreldrarnir kæmu inn til barnsins, þangað til greinileg batamerki væru komin í liós. Árangurinn af þessari með- ferð var framar öllum vonum. Innan tíu daga var þjáningar- svipurinn horfinn úr augnaráði litla angans og ellisvipurinn af andlitinu. Hann leit nú aftur út eins og harn. Þegar tvær vikur voru liðnar, var hann farinn að þyngjast og hélt því áfram jafnt og þétt úr þvi. Ég verð að láta það fylgja sög- unni, að amma drengsins hótaði að fara burt af heimilinu, ef for- eldrar hans létu ekki þennan lækni fara, sem væri að svelta barnið til bana. En hún hafði sitt ekki fram, -Qg barnið varð heilt heilsu. Um átta árum síðar er mér boðið í skemmtiferð með nokkrum skólabörnum. Þar voru bæði, drefflgurinn og amm- an. Þá var hann orðinn rjóður, hraustlegur, búlduleitur snáði. Amman horfði ástúðlega á drenginn, og svo veit ég ekki fyrri til en hún kemur til mín, vefur mig örmum og rekur að mér rembingskoss. Hún hefir víst verið að gefa mér til kynna, að hún kannaðist við að hafa rangt fyrir sér, en ég verið á réttri leið. HEILSUVERND 19

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.