Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 18
Paprikur með hátíða fyllingu fyrir 6 1-2 grænar paprikur á mann 1 stór púrra 2 gulrætur 1 laukur smjörvi 4-6 tómatar 1,5 dl. grænar olívur Stærri endi paprikunnar skorinn af og kjarninn tekinn úr. Sjóða í 5 mínútur í lítið eitt söltuðu vatni. Skera púrru, gulrætur og lauk í þunnar sneiðar, og sjóða í smjörvanum í 10 mín. Ekki brúna. Bæta í skornum tómötum og fín- skornum ólívum. Snöggsjóða í loklausum potti — krydda. Raðið paprikunni á eldfast fat og fylla þær með grænmetis- blöndunni. Setja yfir rifinn ost. Hitað í ofni við 220° í ca 15 mín- útur. Steiktur paprikuréttur fyrir 4 2- 3 grænar paprikur 1 laukur 1 biti spánskur pipar eða chili smjörvi 3- 5 tómatar 1 tesk. Herbamare 2 dl. sojabitar (sojakjöt) 1-2 dl. soðnar hvitar baunir. Taka kjarnann úr paprikunum. Skera þær í bita, laukinn í sneið- ar. Láta paprikurnar, lauk og fínskorinn spánskan pipar malla í smjörva, án þess að brúnast. Þegar grænmetið er að hálfu soðið er skornum tómötum bætt út í ásamt kryddi. Þegar þetta er fullsoðið er baununum og soja- bitunum blandað við. Borið fram með hrisgrjónum og salati. Mynd 3 16 HEILSUVERND Hrísgrjónafyllt paprika fyrir 4 1-2 paprikur á mann soðin hrísgrjón léttbrúnaðir sveppir Sósa: 1 laukur smjörvi 4 dl. skornir tómatar jurtakrydd (Herbamare) 1 matsk. tómatpuré /i tesk. basilikum Skera endann á paprikunni, taka kjarnann úr. Sjóða papriku í 5 mín. í vatni, til að mýkja þær. Fylla með blöndu af hrísgrjón- um og sveppum. Sett í eldfast fat. Laukurinn skorinn, hitaður í smjörvanum — ekki látinn brún- ast. Bæta tómötunum út í og láta sjóða í nokkrar mínútur, bragð- bæta með kryddinu. Tómatsós- an er síðan sett ofan á og um- hverfis paprikurnar. Paprikunum er loks stungið í 200° heitan ofn í ca 15 mínútur. Sjá mynd nr. 3

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.