Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 5

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 5
bólgu, bólgnum eitlum, botnlangabólgu, bronkítis, með innfallið brjóst o.s.frv., og svo auðvitað lystarleysi og matvendni fram úr hófi. Merkilegt að nokkur skuli vera hraustur nálægt öllum þessum ó- sköpum. Svo koma auðvitað nýjar sjúk- dómatilgátur á hverjum degi. Þær taka lýsi og járnmeðul og svo sjálfsagt 3-4 teg- undir af dropum og pillum, og það oft á dag“. Ég segi eins og faðir sfulkunn- ar, ,,bragð er að þá barnið finn- ur“. Ég þakka stúlkunni fyrir þetta ágæta bréf og óska henni góðrar heilsu um langa og bjarta fram- tíð. Ég las með óhug það, sem einn ágætur læknir skrifar. Hann er í meðalstóru læknishéraði og segir svo: „Teknir 33 botnlangar, þar af 4 úr ut- anhéraðsfólki. Nær helmingur eða 15 voru teknir i kasti, og voru þar af 3 sprungnir, en 2 með drepi, (annar sjúkl- ingurinn barn 5 ára). Tveir sjúklingar frá öðru héraði með sprunginn botnlanga, og var annar 8 ára drengur; fengu báðir streptomycin. Langversta tilfellið var þó 4 ára gamall drengur, sem var fluttur um 40 km veg með sprunginn botnlanga inni á milli smáþarma og mjög mikla líf- himnubólgu“. Segir síðan frá því hvernig tókst að bjarga lífi drengsins eftir langa og erfiða viðureign. Gott er að eiga ágæta skurð- lækna. Þeir væru þó ennþá snjallari, ef þeir gætu kennt sveitungum sínum að búa svo að börnum sínum, að þau fengju ekki botnlangabólgu. Ég verð að segja, að illa horfir fyrir þjóð með slíka innvortis kvilla tíða. Því að þar sem mikið er um botnlangabólgu, þar er jafnframt mikið um magasár, sem aldrei gróa. Það eru of sein vinnubrögð að lækna, þegar sjúklingurinn er kominn í dauð- ann. Þettá sýnir, hve mikil þörf er á því, að fólki sé kennt að lifa þannig, að það þurfi ekki að fá þessa kvilla. Því allir koma þeir af vaneldi, röngu fæðuvali, dauðri og efnasnauðri og lífi sviptri fæðu, eins og mikið af aðfluttri fæðu er. Það er hróp- andi lífsnauðsyn að loka þessum feigðarbrunni, jafnvel þótt takast megi að draga börn upp úr honum með lífsmarki, því að ekki verða þau öll jafngóð aftur, og betra er heilt en vel gróið. Og meðan ekki er tekið fyrir rætur sjúkdómanna, halda þeir áfram að koma fram í einhverri mynd. Heilsuhrunið vex og varir svo lengi, sem ekki er tekið fyrir or- sakir þess. Vísindamenn hafa fundið það út, að mannslíkaminn endur- skapast á hverjum 7 árum. Lík- aminn verður allur nýr. Það varðar þvi miklu, að efniviður- inn í hinn nýja likama sé vel og rétt valinn, ekki siður en vel er vandað til efnis í hús, sem á að standa um aldir. Það er sorglegt, hve erfitt er að fá fólk til þess að skilja og trúa því, að rétt valin fæða er sú heilsulind, sem ausa má úr heilbrigði og hvers konar lífsorku. Margföld reynsla er fyrir því, að dýr, sem farið er vel með, er gefin rétt fæða og látin hafa góða aðbúð, verða, jafnvel þótt villidýr séu, að meinlausum dýr- um og friðsömum. Þannig verða rottur, sem eru fremur óeirin dýr, friðsamar og lifa saman í eindrægni, ef þær fá rétta fæðu og að öðru leyti góða aðbúð. En ef þær búa við vaneldi, verða þær að árásardýrum og drepa jafnvel hver aðra. Ég er á þeirri skoðun, að nátt- úrleg fæða og rangt til höfð eigi höfuðsök þess ófriðar, sem ræður svo miklu í mannlífinu. Hinn frægi manneldisfræðingur Sir Robert McCarrison telur enga lífsnauðsyn svo aðkallandi sem þá að sjá þjóðunum fyrir réttri og náttúrlegri fæðu. En til þess að jörðin framleiði betri, meiri og hollari fæðu, þarf hún sjálf rétta næringu. Eins og vitrir menn breyta hver við annan, þannig þurfa þeir að breyta við jörðina, sem gefur oss brauð á borðið. En menn ræna jörðina í stað þess að skipta við hana eins og góðan viðskiptavin. Með þessu svíkjum vér sjálfa oss. Niðurstaða vors lærðasta sál- arfræðings, sem nú er nýlátinn, var sú, að menn fæðast óvitar og deyja eivitar. Ég efast ekki um, að þetta er rétt. Vottur þess er hin mikla útbreiðsla hrörnunar- sjúkdómanna. Án réttrar næringar geta frumur líkamans ekki innt af höndum fullt starf, andlegt né líkamlegt. En sé fæðan rétt val- in, verður starfið gott og vænlegt til vaxandi heilbrigði og þroska. ÁSKRIFT Vill gerast áskrif- andi Heilsuverndar. Nafn Heimilisf. HEILSUVERND 3

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.