Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 32

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 32
Til lesenda framhald afbls. 1 Það verður því óhjákvæmi- lega um hálf tilbúinn og altilbú- inn mat að ræða, hér hlýtur því að bera all mikið á farsi, pylsum, Pizzum, hamborgurum, næring- arlausum pakkasúpum, og fleiri matvælum og hliðstæðri gerð. Auk þess lifir þessi kynslóð mik- ið á allskonar sykurvörum, svo sem sælgæti og gosdrykkjum. Nú ætti það að vera flestum íslendingum ljóst, hversu flour eitrun hefir oft leikið sauðfé eftir eldgos, svo að iðulega hefir ekki verið um annað að ræða en lóga því. Fólk neytir mis mikils vatns í mat og drykk. Því spyr ég? Er nokkur ástæða til að neyða upp á nokkurn mann, að drekka flourmengað vatn í þessu lýðræðislandi okk- ar. Þar sem hver sem vill getur eftir eigin geðþótta burstað tenn- ur sínar úr flour tannkremi svo oft sem hann lystir. Væri ekki hægt að fá Apótekarana til að selja flour mengað vatn á vægu verði, svo allir þeir er óska þess gætu skolað munn sinn og tennur og spýtt að vild. Ég er svo heppinn að tann- læknir er bæði vitur og lærður, en hann hefir sagt við mig eitt- hvað á þessa leið ,,það gildir mig einu hvaða tannkrem þú notar — eða nokkurt, en eitt vil ég biðja þig um, og ef þú ferð eftir því, munt þú aldrei fá rótar- bólgu. Tak þú kvölds og morg- uns volgt vatn í glas og settu út í það dálítið af matarsalti, skol- aðu vel munninn — og spýttu. Salt er eitt þeirra efna er drep- ur bakteríur í munni þínum.“ Ég vil gjarnan láta ráð þetta ganga áfram til allra þeirra er við vilja taka. Sjálfur held ég öllum tönnum mínum, kominn á efri ár. Hinsvegar læðist að mér lúmskur grunur lesandi góður að þetta ráð sé bæði of ódýrt og ein- falt til þess að þú munir notfæra þér það. 30 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.