Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 16
Lærið að matbúa — sem einfaldast Flestar tegundir grænmetis þola ekki að geymast nema í hæsta lagi fáeina daga. Salat, spínat og annað blaðgrænmeti þarf helst að borða sama dag og það er tekið úr garðinum. Sum- arneysla grænmetis ætti því, og einnig kostnaðarins vegna, að byggjast aðallega á heimarækt- un, sem hefir vissulega færst mjög í vöxt hér á landi að undan- förnu, bæði í kaupstöðum og sveitum. Hvert sveitaheimili á landinu og allir kaupstaðabúar, sem einhverja garðholu hafa, geta auðveldlega og með hverf- andi litlu'm tilkostnaði ræktað yfirfljótanlega nóg til heimilis af hreðkum, salati, spínati, skarfa- káli, grænkáli, graslauk, karsa o.fl. Þá er auðvelt að rækta hvít- kál og blómkál, auk rófna, gul- róta og kartaflna. Undir gleri og í upphituðum reitum eða gróður- húsum má framlengja vaxtartíma grænmetis um marga mánuði. Þyrfti hver garðeigandi að hafa dálítinn reit með gleri yfir, og kostar það lítið fé. Hins- vegar hafa ekki allir aðstöðu til að koma sér upp gróðurhúsi, enda eru þau alldýr. Enn í dag er það svo, að flest- ar húsmæður kvarta yfir því, að þær vanti uppskriftir og leið- beiningar til að búa til grænmet- isrétti og gera grænmetið ljúf- fengt, bæði hrátt og soðið. En svo er til fólk, sem kærir sig kollótt um allar uppskriftir og borðar grænmetið eins og það kemur úr garðinum. Og sann- leikurinn er sá, að þessi einfalda aðferð er um leið sú besta. Menn venjast þessu fljótt, því að hver náttúrleg fæðutegund er lostæti út af fyrir sig. En menn hafa spillt bragðskyni sínu með sykri, salti og öðru kryddi, og flestum finnst því ekkert bragð af græn- metinu ókrydduðu. Með því að hætta að salta og sykra matinn er þó hægt að þjálfa bragðtaug- arnar á ný og endurheimta bragðskynið. Það er eftirtektarvert, ve börn eru sólgin í hráar rófur, gulrætur og margt annað hrámeti, jafnvel hráar kartöflur. Og séu börn látin sjálfráð, vilja þau helst borða hverja matartegund fyrir sig, en ekki blanda þeim saman. Bragðskyn þeirra er ekki orðið eins afvegaleitt og hjá fullorðn- um, enda þótt sykur og önnur sætindi taki þegar á fyrsta aldursári að spilla því. Af þessu getum við lært, að eðlilegast er að borða hverja fæðutegund í náttúrlegu ástandi. Og þetta get- um við einnig lært af dýrunum, sem við ættum raunar að taka til fyrirmyndar í mörgu öðru. Enn- fremur hafa tilraunir sýnt, að alisvínið, sem við höfum gert að alætu, kemst fljótt upp á lag með að velja þær fæðutegundir, sem því er eðlilegast að nærast á, ef það fær að velja úr matvælun- um óbreyttum og ómenguðum, og lítur þá ekki við samsullinu, sem við berum fyrir það venju- lega. Hrátt hvítkálsblað eða salat- blað inniheldur fjölda bragð- efna, sem menn skynja því að- eins, að bragðlaukar munnsins séu óskemmdir og bragðið ekki falið með neinskonar kryddi. Enginn veit, hvernig salat er á bragðið, þótt hann hafi borðað það í sætri eða súrri sósu. Sama er að segja um aðrar tegundir grænmetis, um ávexti og korn- tegundir. Geti menn á annað borð þjálfað bragðskyn sitt svo, að þessi bragðefni matvælanna fái að njóta sín, kemur hitt af sjálfu sér, að mönnum þyki þessi matvæli Ijúffeng og góð. Og þá er allur vandinn leystur og ekki þörf á neins konar matreiðslu, annarri en þeirri að þvo eða verka matvælin og ennfremur að mala þau, rífa eða hakka fyrir þá, sem geta ekki tuggið. Tvímæialaust er það hollast að borða matinn eins og hann kemur af matborði náttúrunnar, láta tennurnar hafa fyrir að hluta matvælin sundur og mylja þau og smækka. Því miður hafa fáir komist svo langt í listinni að borða rétt, að þeir sætti sig við slíkar frumstæðar aðferðir. Og þeir fara þá þann milliveg að búa til allskonar hrásalöt og soðna jurtarétti. B.L.J. 14 HtlLSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.