Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 29

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 29
Hvernig er best að borða hveitiklíð? Ef þér hefur verið ráðlagt að borða hveitiklíð er best að taka tvær kúfaðar teskeiðar 3svar sinnum á dag með máltíðum. Dreifðu því ofan á morgunmat- inn (pakkamjölið), blandaðu því saman við hafragrautinn eða hrærðu það saman við ávaxta- mauk, súrmjólk eða skyr. Það er þægilegt að blanda hveitiklíði saman við súpur, sérstaklega baunasúpur. Sumir búa til súpur sem endast í nokkra daga í einu. Má þá blanda hveitiklíðinu sam- an við það í upphafi og geyma svo í ísskáp. Bakir þú brauð þitt sjálfur er ráð að bæta við 50-75 gr. af hveitiklíði fyrir hvert hálft kíló af heilhveitimjöli. Athugið: Hveitiklið getur valdið vindgangi í byrjun. Láttu það ekki aftra þér frá að borða það vegna þess að þessi óþæg- indi hverfa venjulega á 2-3 vik- um. Svo framarlega sem þú held- ur áfram að neyta trefjaríks mat- ar. Eftir vikur má fara að auka hveitiklíðið þannig, að hægðir verði einu sinni til tvisvar á dag án þess að þú þurfir að rembast. Sumir þurfa að borða nokkrar matskeiðar á dag til þess að ná þessum áhrifum. Klíðþarfir eru mjög einstakl- ingsbundnar. Ef borðaðir eru á- vextir og grænmeti, heilhveiti- brauð og morgunverður ríkur af trefjaefnum þá er það augljóst mál, að þarf að bæta við minna magni af hveitiklíði en ef að þú borðar unnar fæðutegundir. Því meiri kornmat og heilhveiti sem þú borðar því minna hveitiklíð þarftu. Finnið nú það magn af hveiti- klíði sem þið þurfið. Hveitiklíð er ekki lyf heldur nauðsynlegur þáttur matar þíns. Það er enginn ákveðinn skammtur og það eru engar hættur í því fólgnar að borða hveitiklíð. Hveitiklíðisskammturinn er nógur, ef þú hefur mjúkar hægðir án þess að rembast a.m.k. einu sinni á dag. Þegar þú hefur fundið þann skammt, sem hentar þér taktu hann daglega upp frá því. Fræðslufundur í Matstofu N.L.F.Í., Laugavegi 20. Ljósmynd Anna Ottesen. HEILSUVERND 27

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.