Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 14
þú farir vel og dyggilega eftir
þeim ráðum.
1. Slappir og máttvana kvið-
vöðvar eru oft á tiðum orsök
þakverkjar. Læknar við lyfja-
deild ríkisháskólans í Iowa settu
58 sjúklinga, sem allir þjáðust af
bakverk, og voru með sérstak-
lega slaka magavöðva í sérstakar
æfingar. Fjörtíu og tveir lækn-
uðust alveg af bakvernum eftir
og við meðferðina. Hún er afar
einföld: Spenna hendur aftan við
hnakka. Leggjast flatur á gólf og
setja fæturna undir rúm eða
sófa. Setjast upp og leggjast útaf
á vixl 10 til 12 sinnum á dag. Sjá
til eftir ca: 10 daga hvernig vegn-
ar. Jafnvel þótt þú losnir ekki
við bakverkinn fremur en hinir
16 í æfingunni í Iowa, þá full-
vissa ég þig um að þú verður
miklu ásjálegri að framan, því
magi þinn hefir tekið miklum
breytingum til þess betra.
2. Þá verður oft bakverkur til
sem afleiðing af hreyfingarleysi,
samfara algeru æfingarleysi. Dr.
Hans Kraus læknir við New
York Háskóla er einn af mörg-
um læknum er hefir þessa skoð-
un, og því hefir hann sett upp
eftirfarandi æfingatöflu:
Æfingu þá er getið var um hér
að framan og auk þess léttar
liðkunar æfingar daglega.
Standa á fætur við og við og
liðka sig, og helst að ganga um í
einar 5 mínútur í senn.
Smá gönguferðir utan vinnu-
tíma.
3. Hér kemur æfing er gæti
komið ófrískum konum vel, ef
þær þjást af bakverk er stafar af
barnsburði þeirra. Dr. Michael
Newton við lyflæknaháskóla
Mississippi hefir í samráði við
Mabel L. Fitshugh útbúið eftir-
farandi æfingu:
Standa um 40-50 cm frá eld-
húsvaskinum, eftir hæð viðkom-
andi. Lúta áfram í lendum, og
leggja hendur á borðbrúnina.
Draga að sér andann og
samtímis láta bakið sveigjast í átt
inn að borðinu. Síðan að anda
frá sér og setja bakið í boga
afturábak, halda sitjandanum
vel undir bakinu, og beygja sig
lítillega í hnjáliðunum. Endur-
taka þessa æfingu þrisvar.
Standa síðan bein, slaka á öxl-
um. Fætur lítillega beygðar en
sitjandann beint undir hryggn-
um. Láta þungann hvila jafnt á
báðum fótum þannig að
mjaðmagrindin sé í réttstöðu.
Þannig ætti raunar að vera venja
að standa þegar staðið er.
Þessa æfingu má endurtaka
við og við, en ekki þó of oft, því
ekki skildi hún þreyta hið
minnsta.
4. Ef fætur (eða leggir) skildu
vera mislangir skildi ganga úr
skugga um það. Fara úr skón-
um, gera axlir berar og fá ein-
hvern til að aðgæta hvort þær
beri jafnhátt, ef ekki þá skal
setja pappa undir þann fótinn,
sem lægra ber, þar til axlarstað-
an er jöfn. Fá síðan læknir sinn
til að mæla þennan mismun ná-
kvæmlega og síðan að fá skó-
smiðinn til að hækka hæl og sóla
undir þeim fæti er reyndist
styttri — og bakverkurinn mun
hverfa.
5. Gott er að sofa á harðri
dýnu, og oft læknar það eitt
bakverk. Nokkrir sofa jafnvel á
fjöl að jafnaði. Raunar er best
að sofa á bakinu, ef hægt er, það
réttir best úr hryggnum, og mun
það hjálpa mörgum að sofa
þannig að réttist úr bakinu.
6. Þegar setið hefir verið, og
setið er, dag eftir dag við skrif-
borðið eða stýrið, þá hafa háls-
liðirnir tilhneygingu til að
stirðna, sem von er til. Til að
bæta þann hálsrig er þannig
myndast, og jafnvel að forða
hálsliðunum til að frjósa alveg
fastir, er þetta ráð til að forða
því.
Legðu höfuðið á vinstri öxl
þína. Láttu það síðan hallast
aftur á bakið, og flyttu það yfir á
hægri öxl. Síðan flytur þú það
aftur með sama hætti yfir á
vinstri öxl — (aftur á bakið). Þú
mátt aldrei snúa því í hring —
heldur aftur á bak — fram og til
baka. Þetta má gera nokkrum
sinnum, og eins oft á dag og þú
finnur þörf fyrir.
Þá er önnur æfing fyrir háls-
liðina:
Halla aftur höfðinu og teygja
síðan fram hökuna eftir því sem
hægt er.
Báðar þessar aðferðir liðka
hálsliði og auk þess minnkar sú
síðari undirhökuna og lagar
slakar kinnar.
7. Háir hælar eru iðulega
orsök bakverkja. Reynið því að
ganga á lágum hælum, nema þá
við hátíðleg tækifæri.
Og að lokum: Áhersla skildi
vera lögð á að hreyfa sig sem oft-
ast og hvenær sem færi gefst.
Munið að John Kennedy sat í
ruggustól til að geta haft ein-
hverja hreyfingu.
Næring og heilsuvernd
1. Kalsíum og prótein eru
nauðsyn. Dr. Richmond W.
Smith, Jr. við Henry Ford
Hospital Detroit, rannsakaði 72
kvenmenn með bakverk er
stafaði frá mjóhrygg og bar þær
12 HEILSUVERND