Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 9

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 9
meini. Sattilaro segir nú að svar McLean hafi bjargað lífi sínu. McLean svaraði: „Þú þarft ekki að deyja, það er ekki svo erfitt að lækna krabbamein.“ Sattilaro hlær, þegar hann hugsar um viðbrögð sin við þess- um orðum. ,,Ég leit á hann og hugsaði, að hann væri heimskur krakki. Ég hafði verið læknir í tuttugu ár og vissi að mjög erfitt var að lækna krabbamein og við þekktum fá ráð til þess.“ McLean sagði, að ef læknirinn vildi breyta matarvenjum sín- um, væri unnt að snúa dæminu við. Hann lagði fast að Sattilaro að koma við í East West Found- ation í Philadelphiu, sem þá var í Essen Natural Food Store við South Street. McLean vildi að hann hitti þar fleiri, sem iðkuðu makrobiotics og kynnu að geta hjálpað lækninum. Sattilaro keypti brauð i Essene og fór án þess að ræða við nokkurn. Um viku síðar fékk Sattilaro pakka í pósti, sem á vantaði 67 centa burðargjald. Pakkinn var frá McLean og í honum var bók, A Macrobiotic Apprpoch to Cancer. Læknirinn greiddi burð- argjaldið og þar sem hann lá á bekk þjáður af kvölum tók hann að lesa suma vitnisburði bókar- innar. ,,Ég tók fremur lítið mark á þessu,“ sagði hann. ,,Ég hafði alist upp við vísindi, við visinda- lega þjálfun og ég vissi, að það koma stöðugt fram fullyrðingar um alls konar lækningaaðferðir, og ekki ástæða til að taka mikið tillit til slíks.“ Hann ætlaði að fleygja bók- inni, þegar hann sá nafn annars læknis í Philadelphiu, en í vitnis- burði hans var sagt frá vel heppnaðri meðferð á brjósta- krabba með makrobiotics. Eftir að hafa flett upp nafni hennar í læknaskrá og staðfest að hún væri raunverulega til, hringdi hann til hennar. Eigin- maður hennar svaraði og eftir að Sattilaro hafði sagt honum á- stæðuna fyrir upphringingunni, spurði Sattilaro um konu hans. ,,Hún liggur fyrir dauðanum á sjúkrahúsi“ var svarið. ,,Jæja, það er þá svarið við spurningu minni,“ sagði Sattilaro „makro- biotics dugir sem sagt ekki.“ „Ó þvert á móti,“ svaraði eig- inmaðurinn. „Henni leið vel á meðan hún hélt sig við matar- ræðið.“ Sattilaro spurði þá, hvort makrobiotics væri þess virði að vera kannað betur. Fylli- lega svaraði maðurinn. Næst hringdi Sattilaro til Denny Waxman, forstjóra East West Foundation í Philadelphia. Það var 24. ágúst 1978, að Sattilaro steig inn fyrir þröskuld húss Waxmans og tók upp lífs- stíl, sem var gjörólíkur þeim, sem hann hafði búið við í 48 ár. Þeir ræddu vandamálin og Waxman skoðaði lækninn. Sattilaro bar lítið nálastungu- tæki á bakinu, til að draga úr kvölunum, sem voru orðnar óbærilegar, þrátt fyrir hin sterku lyf. Waxman sagði síðar, að Sattilaro hefði verið svo þjáður, að hann hefði átt erfitt með að tala. Samt ræddi hann blátt áfram og virtist ekki vera með neiít yfirlæti vegna kunnáttu sinnar og stöðu. Waxman sagði, að hann hefði frá því fyrsta verið sannfærður um að unnt væri að lækna Sattilaro. Waxman ráðlagði honum grundvallar matarræði makro- biotics og með tilliti til hins sér- staka heilsuvandamáls hans, að forðast olíu, hveitiafurðir, á- vexti, fisk, kjöt. Síðan sagði hann Sattilaro hvar hann gæti komist á matreiðslunámskeið og fengið leiðbeiningar um breytta lífshætti. Grundvallarmatarræði macro- biotics samanstendur af um það bil 50% soðin heil hýðisgrjón, allt að 35% grænmeti ræktað á staðnum, 15% baunir og sjávar- jurtir og afgangurinn súpur, krydd, ávextir, fræ og hnetur. „Fjandinn hafi það,“ hugsaði Sattilaro, þegar hann fór frá Waxman. Ég hef engu að tapa, ég dey hvort eð er, svo ég reyni það.“ Sattilaro, sem venjulega borð- aði á matsölustöðum átti í erfið- leikum með að matreiða fyrir sig og loks þegar hraðsuðupottur sprakk einn daginn þáði hann boð Waxman um að borða á heimili hans. Þegar Sattilaro var við hönd- ina, gat Waxman fylgst með framförum hans, sem Waxman taldi mjög örar. „Innan 10 daga eða hálfs mánaðar voru kvalirnar að mestu horfnar,“ sagði Sattilaro. Þá hætti hann öllum lyfjatökum vegna sársauka, en hélt þó áfram að taka estrogen. Þrátt fyrir það, að honum leið betur, var Sattilaro enn vantrú- aður. „Þegar ég kom á heimili Dennys, fannst mér þetta stærsti hópur furðufugla, sem ég hafði séð,“ sagði hann. „Allir sátu á borðstofugólfinu tilbúnir að borða með prjónum og svo fóru þeir að biðja borðbæn, mér fannst þetta hópur fábjána. En sársaukinn var horfinn. Hann hafði búið við þessar kvaí ir í þrjá mánuði, svo miklar kvalir að morfín-kókain-compa- zine-blandan, sem hann hafði tekið, hafði ekki ráðið við þær. En nú, eftir að hafa borðað á heimili Waxmans í tvær vikur, voru kvalirnar horfnar, hann hélt því áfram. HEILSUVERND 7

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.