Heilsuvernd - 01.05.1982, Síða 12

Heilsuvernd - 01.05.1982, Síða 12
Zóphonias Pétursson: Bakverkur Sennilega er bakverkur sá kvilli er vér vel flestir landar vor- ir þekkjum af eigin raun, og þeir sem ekki gera það nú þegar mega eiga von á því, að komast í kynni við hann áður en æfin er öll. Hann virðist vera eins konar þjóðartákn, ef svo mætti segja. Er vér hér ræðum um bak- verk, þá eigum vér við alla hryggsúluna, allt frá hálsi og alla leið niður í rófubein. Margur er sá er kvelst af verkjum er hálslið- irnir verða til að veita, og liggja þeir upp í höfuð og út í axlir og handleggi. Hinn algengasti bak- verkur heldur sig þó við mjó- hrygginn, og eru orsakir þess verkjar margvíslegar, og munum vér koma siðar að því, að ræða það nánar. Stundum gerir hann vart við sig, á þann haft að vart mun gleymast þeim er fyrir því verð- ur, að fá það sem nefnt er þursa- bit. Skeður það á þann hátt, að við það að beygja sig skyndilega í baki, er sem hnifi sé stungið á kaf í mjóhrygginn, og er það eftirminnileg stund er frá líður. Þessi dássamlega bygging, hryggurinn er gerir manninum fært að ganga uppréttur, þarfn- ast þess, að tillit sé tekið til hans í daglegu starfi voru. Ef til vill, er svo stutt um liðið, þróunarlega séð, síðan að maðurinn fór að ganga upp- réttur, að hryggurinn hefir ekki ennþá öðlast þann styrk sem æskilegastur væri til þess mikla hlutverks. Má færa rök að því, að einnig fætur og höfuð manns- ins hefir heldur ekki fyllilega vanist þessari uppréttu stöðu. — Æðakerfi og blóðrás benda til dæmis til þessa. Þessi mikli burðarás hryggurinn gegnir miklu hlutverki er hann tengir saman allan líkamann samtímis þess að halda honum uppréttum og sveigjanlegum. Er vér athugum bakverk vorn nánar, þá verðum vér að gera oss ljóst, að honum fylgja ýmsar skyldar meðverkanir, svo sem þreyta, taugastress, harðlífi, gikt og fleira. Það er því oft svo, að við læknun á bakverk hverfa oft ýmsir aðrir kvillar, það er því full þörf að halda bakinu í lagi margra hluta vegna, og þótt sér í lagi að losna við sjálfan bakverk- inn. Vér skulum þvi snúa oss að hvað það er sem oft getur valdið bakverk. Hver veit nema vér finnum einhverja af orsökum við bak- verk þínum? Bakverkur, getur, og stafar oft frá eftirfarandi rökum: 1. Slæmum eða kroniskum veik- indum i t.d. sýktu nýra, liða- gikt, blöðruhálskirtli o.fl. 2. Frá meiðslum, streitu, á- reynslu, (skakkri setu, lyft- ingum o.fl.). 3. Skakkri stöðu, háum hælum, eða t.d. stöðu skekkju — annar fótur ef til vill lengri en hinn. 4. Vöðvatognun eða vöðva- herslu vegna áreynslu, oft mjög gamallar ofreynslu. 5. Lélegu eða efnasnauðu fæði. 6. Hreyfingarleysi, og að kunna enga slökun. 7. Einnig ýmsir kvensjúkdómar. Rétt er að athuga nánar ýmsar þessar orsakir bakverks. Margt barnið og sennilega fleiri en nokkurn grunar, leggur grunninn að bakverk þeim er ef til vill löngu síðar þjáir það á fullorðinsárum, með skakkri setu á skólabekk, enda vorkunn, fái það ekki aðhald og leiðbein- ingu, sem varla er við að búast, ef kennarinn situr sjálfur í rangri setu, eða og veit ekkert um hersu áríðandi er að temja sér réttan setumáta, og það strax á barns- aldri. Þá verðum vér að gefa gaum að þeirri vélaöld er vér lifum nú. Það er ekki aðeins að vér ökum í alls konar farartækjum heldur sitjum vér við margs konar vélar, eða stöndum meira og minna hálf bognir yfir þeim. Ef vér tökum bifreiðina sem dæmi um eitt slíkt farartæki. Hvernig situr þú í bifreið þinni? Það þarf að aðgæta vel að sætið veiti rétt aðhald að baki, og stilla það vef þannig. Einnig þarf að ná góðu samræmi fyrir fætur, að þær séu ekki aðkreppt- ar. Þá er og mjög gott, ef ekið er langar vegalengdir, að stöðva við og við, og stíga út og liðka sig vel, en hversu fáir athuga það. Einnig er það áríðandi fyrir þá er sitja lengi við vélar eða skrift- ir, að rísa við og við úr sæti og teygja vel úr líkama sínum. Þá er það svo að aðgát skal höfð í vali á stólum. Liltum manni hentar lægri stóll og setu- grynnri en þeim sem hávaxinn er. Hann þarfnast hærri stóls og dýpri setu. Sjónvarpið getur og verið skaðvaldur fyrir bæði bak og 10 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.