Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 10

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 10
Meðan á þessu stóð voru starfsfélagar hans við Methodist Hospital efagjarnir eða beinlínis gagnrýnir. Giacobbo, sem hafði verið vinur Sattilaros í fjórtán ár, sagði: „Þegar Tony byrjaði á þessu macrobiotics matarræði, töldum við það fáránlega hug- mynd. Sumir álitu að hann væri orðinn klikkaður. Ég sagði honum, að hann væri orðinn brjálaður. En brátt sáum við samt, að honum batnaði, bæði líkamlega og andlega.“ Haustið 1978 átti Sattilaro viðræður við Michio Kushi, for- seta East West Foundation, sem endurbætti matarræði hans frekar. ,,í desember var ég far- inn að sýna mikil batamerki,“ segir Sattilaro. Hann var þrótt- meiri og sannfærðari um góðan árangur. En sú sannfæring olli smávegis afturkasti. Eftir dauða föður síns hafði Sattilaro sagt móðir sinni frá veikindum sínum. En hann dró samt úr því með að segja, að krabbameininu væri haldið í skefjum með lyfjum. Síðar sagði hann henni frá matarræði sínu og hún sá til þess að hann fengi macrobiotic fæði, þegar hann kom í heimsókn. Á jólum það ár ákvað hann að taka móður sína í orlofsferð til Suðurríkjanna. Hún fullvissaði hann um að í lestinni væri hægt að fá fisk. En þegar þjónninn sagði honum á leiðinni, að þeir hefðu ekki fisk á boðstólum, pantaði hann kjúkl- ing og varð strax veikur. Hann kom svo aftur til Philadelphiu skömmu síðar, þjáður og kval- inn af verkjum, sem héldust, uns hann var aftur kominn á macrobiotic matarræði. Upp frá því vék hann aldrei frá þeim leið- beiningum, sem Michio Kushi og Waxman höfðu gefið honum. Ástand hans varð stöðugra. Enda þótt hann hefði enn ekki hætt við estrogenið, var bjúgur- inn, sem það hafði valdið þegar tekinn að minnka. Hann komst niður í 68 kg. og síðan óx þyngd- in eðlilega upp í 72 kg. Önnur merki um breytt og batnandi ástand hans komu einnig í ljós. Um kl. 3 nótt eina í janúar vaknaði hann og hafði mjög áköf þvaglát. Hann hélt að það væri bara venjuleg hreinsun eit- urefna úr líkamanum og fór aft- ur í rúmið. Næsta morgun fór hann til skrifstofu sinnar og hélt þar fund með starfsliðinu eins og venja var, en um kl. 11 fékk hann alvarlegt nýrnakast. Rönt- genmyndir voru teknar og hann áleit að hann þyrfti að gangast undir enn eina aðgerð. En nýrna- steinninn sem hafði valdið þessu losnaði. Sattilaro hélt að matar- ræðið hefði valdið steininum og hringdi í-Waxman og ætlaði að hella sér yfir hann. En Waxman hefði ekki getað verið ánægðari. ,,Ég taldi það sérlega gott merki um bata,“ sagði hann nýlega. Og þar með reyndi hann að róa Sattilaro, sem þá viðurkenndi, að hann væri ekki enn að fullu sannfærður um gagnsemi matar- ræðisins. ,,Það var mikil freisting að hætta við matarræðið“ sagði Sattilaro. ,,Allt sem ég vissi sam- kvæmt minni vestrænu þjálfun, sem læknir, mælti gegn þvi að halda áfram þessari aðferð. En samt var það sem var að gerast einmitt það, að mér hafði aldrei liðið betur á ævinni og það varð ég að þakka því, hvernig ég hag- aði matarræði mínu.“ Sattilaro hafði sérstakan áhuga á þeirri vellíðan sem gagn- tók hann. Sérfræðingar sögðu honum þó, að slík vellíðan fylgdi ekki í kjölfar estrogen-meðferð- ar. Hann ályktaði því að einnig þetta stafaði af matarræðinu. í daglegu starfi sínu varð hann að sinna ýmsum samkvæmis- skyldum. Alls staðar hafði Satti- laro með sér sinn eigin mat. Meðan starfsbræður hans hámuðu í sig nautalundir, hakk- aði hann í sig brún hrísgrjón og grænmeti, sem hann hafði kom- ið með sér. ,,Tony var trúr mat- arræði sínu,“ sagði Giacobbo. — ,,Við fórum saman á þing og ráðstefnur og meðan allir aðrir borðuðu humarhala, sat Tony með hrísgrjónaskálina sína.“ ,,Hann er mjög athyglisverður maður,“ segir Ginniro, einkarit- ari hans. „Jafnvel þó allir á skrifstofunni veittu honum alla þá uppörvun, sem þeir gátu, þá er þetta hlutur, sem hver verður að gera einn. Hann var ákaflega hugrakkur og hann hélt sér við það.“ Vorið 1979 fannst Sattilaro hann jafnvel enn þróttmeiri og hann langaði til að prófa hvort það væri í raun og veru macro- biotics, sem hann ætti þessa endurlifgun að þakka. Hann fór til sérfræðings síns og ræddi við hann um að hætta estrogen-með- ferðinni til að sjá hver viðbrögð- in yrðu. Sérfræðingurinn harð- neitaði að taka þátt í slíku og varaði Sattilaro við afleiðingun- um. Sattilaro var samt sem áður sannfærður um að engin slæm áhrif kæmu í ljós. Ennfremur fannst honum að honum myndi aldrei batna að fullu nema hann hætti við estrogenið. Eftir að hafa ráðfært sig við Michio Kushi, ákvað Sattilaro að hætta við estrogenið 1. júní. Um sumarið hélt hann áfram að styrkjast með hverri vikunni sem leið og í september ákvað hann að láta gera beina-scan á sér og að láta taka beinasneiðmynd af sér og gera aðrar rannsóknir. 8 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.