Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 8

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 8
Einnig kom í ljós, að hann var með krabbamein í kynfærum. Læknarnir voru ekki vissir um, hvort það væri í blöðruhálskirtl- inum eða eistunum eða hvort tveggja. Næsti dagur var sólbjartur föstudagur, einn af þeim dögum sem kemur fólki til að sleppa há- degisverði og taka sér göngu í sólskininu og hraða sér heim frá vinnu að kvöldi, til að dunda í garðinum. Listamaður sýndi máiverk sín á Rittenhouse Square, dálitlum grænum bletti inn á milli háhýsanna í auð- hverfum innri borgarinnar í Philadelphiu, þar sem Sattilaro átti íbúð sína. Þegar Sattilaro sá myndirnar sagði hann „stórkost- legt málverk“, það var af tennis- leikara og hann langaði til að kaupa það, ,,en skyndilega sagði rödd í brjósti mér: Til hvers að gera það? Þú ert dauðans matur, það er heimskulegt að kaupa nokkuð.“ Hann gekk burt, til að ná valdi á tilfinningum sínum. Næsta mánudag var Sattilaro lagður inn á sjúkrahúsið og á þriðjudagsmorgun fjarlægðu læknarnir hægra eista hans, einnig tóku þeir sýni úr blöðru- hálskirtlinum með því að fara með nál úr endaþarminum og inn í kirtilinn og taka smá vefja- bút. Sú aðgerð leiddi til sýking- ar. (Auðvitað óvart, en þar sem ég er læknir, hlaut það að koma fyrir mig) Við það fékk hann há- an hita, sem kom í veg fyrir frek- ari skurðaðgerðir í bráð. Rann- sóknir á sýninu leiddu í ljós að blöðruhálskirtillinn var fullur af krabbameini. Ætlunin var, að næsta aðgerð færi fram 12. júní 1978, en þar sem það var 48. afmælisdagur hans, frestuðu læknarnir aðgerðinni til næsta dags. Starfs- liðið hélt honum veislu í herbergi 6 HEILSUVERND hans þann 12. og hann reyndi að sýnast glaður, þrátt fyrir allt. ,,Ég vissi, að næsti dagur yrði sennilega slæmur,“ sagði hann. Daginn eftir stungu læknarnir sprautunál í æxlið í brjósti hans og gerðu síðan brjóstholsaðgerð — opnuðu brjóstið og fjarlægðu rifið. Rifið var sent til rann- sóknar og kom í ljós að var fullt af krabbameini. Að því er Satti- laro segir, töldu læknarnir, að krabbameinið hefði sáð sér um líkamann og ákváðu að fjarlægja hitt eistað. Það var gert í næstu viku. Þriðja aðgerð- in á jafn mörgum vikum. Á sama tima var faðir Satti- laros að deyja úr krabbameini á Long Beach Island, New Jersey. Hann hafði verið skorinn upp við krabbameini í nóvember og í janúar hafði hann fengið heila- blóðfall vegna krabbameins í heilanum. í júní hrakaði föður Sattilaros ört. Vegna ástands föður síns ákvað Sattilaro að segja foreldr- um sínum ekki frá ástandi sínu. Þess í stað sagði hann þeim, að í júní myndi hann taka þátt í ráð- stefnu í Chicago og myndi koma til þeirra að henni lokinni. Hann sagði starfsliði sínu að segja það sama, ef foreldrar hans hringdu. I júnílok var hann útskrifaður af Methodist og var þá á allan hátt eins og maður, sem hafði gengið undir þrjár aðgerðir á þrem vikum. Hann virtist út- taugaður. ,,Ég man, að hálfri annarri viku eftir útskriftina reyndi ég á fá á mig sólbrúnku, því ég hafði lést og mig langaði til að fara og hitta pabba,“ sagði hann þegar hann loksins fór til þeirra, klæddist hann skyrtu með breiðum þverröndum, til að reyna að sýnast þreknari. En það var ástæðulaust, því faðir hans var í svo hræðilegu ástandi að móðir hans veitti því enga athygli, að sonur hennar var einnig að deyja. Með því að fjarlægja eistu Sattilaros og þar með fram- leiðslu karlhormóna, vonuðust læknarnir til þess að draga myndi úr krabbameininu. Eftir sex vikur varð þó ljóst, að ástand hans batnaði ekki og að aðgerð- inni yrði að halda áfram. Þeir fyrirskipuðu stóra skammta af kvenhormónum, estrogen. Estr- ogenið olli honum miklum kláða og ógleði og bjúg. Á fáum vik- um þaut þyngd hans upp í 85 kg. Þar að auki hafði hann stöð- ugar kvalir eftir skurðaðgerð- irnar, og læknarnir létu hann hafa við því blöndu af morfíni, kókaini og compazine, sem hann tók inn daglega. Læknarnir ræddu um að beita cobalt-geisl- um á bak hans. ,,Ég hafði ekki áhuga á meiri lyfjum.“ sagði Sattilaro. Snemma í ágúst var faðir hans tekinn á Methodist og 7. ágúst dó hann. Daginn sem faðir hans var jarðaður, hóf Sattilaro ferð sína frá dauðanum. Faðir hans var jarðsettur í grafreitnum í Highland Park, heimabæ Sattilaros. Eftir jarðar- förina, settist Sattilaro upp í bílaleigubíl og ók út á New Jers- ey Turnpike í átt til Philadelp- hiu. Niðurdreginn og kvalinn af verkjum gerði hann dálítið, sem var mjög ólíkt honum, hann tók upp tvo puttaferðalanga. Sean McLean og Bill Boch- bracher, báðir hálf þrítugir og báðir iðkuðu þeir makrobiotics. Bochbracher settist í aftursætið og sofnaði. McLean sat frammi i hjá Sattilaro. Það var ekkert undarlegt, að læknirinn sagði honum frá því að hann kæmi frá jarðarför föður síns og að sjálfur væri hann að deyja úr krabba-

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.