Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 22
Austurlenskar alþýðulækningar Þorgerður Hermannsdóttir Fyrir um það bil 11 árum, heyrði ég um eitthvert fæði, sem byggðist aðallega á kornmat og grænmeti. Þetta þótti mér eins og hver önnur fjarstæða að ætla sér að lifa á svo einhæfum mat og hugsaði sem svo „Aumingja fólkið sem lætur glepjast og fer að lifa eftir þessu, það á allt eftir að þjást af næringarskorti, því- lík fáfræði”. En maður á aldrei að dæma svona, því í dag lifi ég á þessu sama fæði og hef gert í rúmt ár og aldrei liðið betur, losnaði við alla smákvilla að ég tali nú ekki um öll aukakílóin sem ég hafði safnað á mig. Það að breyta um mataræði hvarflaði fyrst að mér fyrir u.þ. b. 2 árum síðan. Ég þjáðist alltaf af blóðleysi og ýmsum smákvill- um, ég hugsaði um þetta fram og aftur og gat ekki fundið út hvernig ég ætti að byrja og ákvað því að leita mér upplýs- inga um þetta efni og sótti um skólavist við The Michio Kushsi Institute of London og hef verið þar við nám síðastliðin 2 sumur. Þarna fer fram kennsla í breytt- um lifnaðarháttum og er kennt við skólann allt árið um kring. Á sumrin er hægt að sækja þarna 5 vikna námskeið þar sem náms- efninu er þjappað saman og kennt frá morgni til kvölds og er þetta gert til þess að nemendur geti nýtt sumarfríin til þess að sækja skólann. Á veturnar aftur á móti er hægt að stunda skólann með annarri vinnu, því þá er kennt á kvöldin og um helgar. Námið er í 3 hlutum og tók ég 1. hlutann í fyrrasumar og annan hlutann núna í sumar. Þriðja hlutann er svo hægt að taka á hverju ári frá 15. sept. - 15. des. og vonast ég til að geta tekið þann hluta næsta ár. í hugtakinu Austurlenskar al- þýðulækningar felst svo ótal margt, ekki eingöngu mataræði heldur og heilsusamlegra líferni í alla staði og tengsl við náttúr- una, sem hefur rofnað hjá svo mörgum, sem þurfa að strita alla daga til að framfleyta sér og fjöl- skyldum sínum. Sá sem útbreyddi þessa kenn- ingu um Evrópu var japaninn Nysiti Sakurazawa (Georges Oh- sawa), en hann var sem ungur maður með berkla og magasár og það mikið veikur að ekki var hægt að hjálpa honum. Hann sætti sig ekki við orðinn hlut og fór að grafa upp gamlar lækn- ingaaðferðir og tókst á þann hátt að lækna sjálfan sig. Hann uppgötvaði þarna gamla heimspeki þar sem öllu er skipt upp í tvö andstæð öfl, en sem þó vinna alltaf saman, þessi öfl voru kölluð Yin og Yang. Eins mætti kalla þau + og - póla. Við skynjum þessi öfl alls staðar eins og muninn á hita og kulda, mun- inn á að vera svangur eða sadd- ur, muninn á birtu og dimmu, sumt líkar okkur betur eins og að vera södd og hafa heitt hjá okk- ur. Yang aflið er það afl sem þéttir eða herpir saman en Yin aflið er það afl sem útvíkkar og streymir upp. Til að útskýra þetta betur get- um við tekið sem dæmi gulrót, en gulrótin er bæði rótar og lauf- grænmeti, rótin vex niður í jörð- ina fyrir áhrif himinhvolfsins em ýtir niður og er því Yang, en blöðin vaxa upp úr jörðinni fyrir verkan jarðarinnar sem ýtir upp og er því Yin aflið. Allt í kringum okkur og við sjálf erum mynduð fyrir áhrif þessara tveggja afla og séu þau í réttum hlutföllum í matnum er allt i lagi með líkamann. í Aust- urlenskum alþýðulækningum er líkamanum skipt upp í Yang líf- færi og Yin liffæri, Yin líffærin eru holari og fyrirferðarmeiri, Yang líffærin eru þéttari. Eins er þar haldið fram að ekkert líffæri standi eitt það er alltaf tengt andstæðu liffæri, þannig að það er talað um líffærin sem pör. Þessa flokkun á líffærum er fyrst að finna i bókinni Yellow Emperors classic and Internal medicin eða Nei-Ching, ein af elstu lækningabókum og er nokkur þúsund ára gömul. Líffærin eru flokkuð þannig niður: Yang líffœri (þétt) Lungu Hjarta Nýru Milta og bris Lifur Yin líffæri (hol og þenjanleg) Ristill Smáþarmar Blaðra Magi Gallblaðra. 20 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.