Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 15

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 15
saman við aðrar 40 er höfðu engan bakverk. Þær heilbrygðu neyttu yfirleitt um 862 mg. af kalsíum og 76,6 gramma af prót- eini daglega, en þær sjúku 584 mg. af kalsíum og 61 gramms af próteini. 2. Joseph C. Risser, M.D., prófessor í Los Angeles segir: Efni fyrir beinabyggingu manna í svo sem snefilefni eru líkaman- um bráðnauðsynleg. Prótein og C-vítamín til viðhalds beinum einnig. Vitamín D, kolsium sömuleiðis. Að neyta til lengdar fæðu sem skortir þessi efni til viðhalds líkamanum hljota að enda í bágindum. 3. Dr. James Greenwood við Baylor læknaháskóla telur C- vitamín virkasta þáttinn til að bæta og lækna bakverk, og hann heldur því fram, að hann hafi komist hjá að operera við disk- losi með því að gefa 500-1.000 mg. af C-vitamíni sem dags- skammt, en hann fæst mikið við lækningar á brjósklosi, og telur að hann hafi oftlega forðað sjúklingum sínum frá opration með því að láta þá taka C-vita- mín kúr. 4. Þá er einnig að athuga, að bakverkur hvort sem er í hálslið- um eða mjóbaki getur átt sér andlegan eða taugatruflandi uppruna. Tveir læknar Thomas H. Holmes og Harved G Wolff halda þessu fram í bók sinni ,,Life Stress and Bodily Discare. Þeir telja að einstaklingur geti fengið bakverk standi hann á sterkum varanlegum geðhrifum af einhverjum orsökum er leggj- ast þungt á hann andlega. Þess- vegna sé rétt að lofa honum að Iétta á sálu sinni með því að rekja sálarstríð sitt og hjálpa honum þannig til skilnings á til- finningum sínum og sjálfum sér. 5. Loks er svo að geta hér þeirrar æfingar er vér teljum að muni veita hvað mesta hjálp við bakverk er til lengdar lætur, og einnig allri andlegri og líkamlegri vellíðan mannsins er frá líður, ef hann rækir þessa æfingu af sam- viskusemi. Æfing þessi er allsherjar slök- un: Leggjast á gólfið — það er nauðsynlegt í þessari æfingu að liggja á hörðum láréttum fleti. Sem sagt: Leggjast endilangur á bakið. Láta hendur liggja niður með búknum, fætur létt að- skylda. Hugsa nú eingöngu um að hvílast. Láta enga aðra hugs- un komast að. Hvíla fyrst tær, ristar, ökla — fæturna alla —. Næst hugsa um að hvíla fótleggi, læri og mjaðmir. Þá allan búkinn upp að hálsi. Næst er að hvíla fingur, hendi, úlnlið og síðan allan handlegginn. Þá er að hvíla hálslið og hnakka. Loks að slaka á andliti, höku og and- litsvöðvum. Nú er að loka aug- um, ef það er ekki gert strax í byrjun slökunar, en það má alveg eins, ef það hentar betur. Veita nú andardrættinum alla at- hygli og anda hægt og rólega, djúpt og friðsamlega. Gera það þó nokkra stund, og síðan slaka algerlega á, liggja vakandi án þess að hugsa, án þess að finna fyrir líkamanum — eða eins lítið og hægt er. Aðeins að vera til og láta lífsorkuna streyma um sig án þess að hugsa þó nokkuð til þess, aðeins að njóta þess að vera til og hvílast. Það er von mín og ósk, að þér sem leggur út í þessa slökun megi vel takast, og hún verði þér sann- kölluð heilsubót, sem henni er og ætlað að vera, og verður sé hún ástunduð daglega, t.d. að morgni eða kveldi — helst annaðhvort — eftir atvikum. Fyrsti ávinningur er rólegri nætursvefn og meiri friður og ró í dagvitund þinni. # L / * HEILSUVERND 13

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.