Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 13
sjón, og þá ekki síður ýmsir hvíldarstólar, sem margir hverjir eru þannig gerðir að höfuðið er sett í sveig framyfir sig. Auk þess fylgja þessum hvíld- arstólum oft höfuðpúðar, sem eru hrein skaðræði af þessum sökum, þeir setja háls og höfuð þess er notar þá í þogið ástand, er beinlinis skapar hálsrýg og slæman hálsverk. Við innréttingu t.d. á eldhúsi, þarf að aðgæta, að ekki eru allir er þar koma til með að vinna jafnir á vöxt, þó virðast eldhús- innréttingar staðlaðar og allar eins. Það gefur þó auga leið að mjög smávaxinn eða hávaxinn þurfa að hafa rétta stöðu við eld- húsborðið og heimilistækin. Rétt er að athuga að mörgum hættir til að bera allt sem borið er aðeins við aðra hlið líkamans. T.d. er mjög algengt að kona ber hliðartösku sína, veski og allar vörur frá kaupmanninum aðeins við eina og sömu hlið sína. Með þessu hallar hún hrygg sínum æt- íð útá sömu hlið, og þar með bíður hún bakverknum heim. Margir eru þeir er ekki nota rétta aðferð við lyftingar. Það þarf að lyfta hægt og rólega. Nota hendur og láta þungann hvíla á fótum, ekki baki, það á ekki að beygja bakið. Einnig ef tveir menn lyfta saman þungum hlut, þá er mjög áríðandi að gera það með þessum hætti, auðvit- að, og umfram allt samtímis, því annars flyst allur þunginn yfir á annan aðilann. Sömuleiðis ef flutt eru húsgögn eða ýtt bifreið eða farartæki, þá er áríðandi að ýta með líkamanum, ekki að láta hendur setja allan þungann á bakið. Niðurstaðan er að beygja kné, ekki bak, er við beygjum oss, en halda bakinu beinu. Með öðrum orðum að halda baki, háls og höfði beinu, en draga magann inn. Þá þarf að fylgjast vel með því, hvort börn hafa ilsig, og bæta úr með þar til gerðum fóta- búnaði, en sé ekki aðgert, þá er bakverkur fylgikvilli, en nóg er nú þegar að hafa ilsig. Fleira má tiltína er getur or- sakað bakverk. Má þar tilnefna ranga stöðu á hálsliðum t.d. að bifreiðastjórar og fleiri aksturs- menn — einnig skrifstofumenn — horfa að staðaldri í eina og sömu átt, en við slíkt hreyfingar- leysi ,,frjósa“ hálsliðirnir fastir. Þannig varðveitum vér bak vort, og útlit okkar og reisn verður bæði fegurri og virðu- legri. Þetta þarf einnig að athuga vel er vér sitjum, að halda bakinu beinu. Brjósklos: Áður en lengra er haldið verð- ur ekki hjá því komist að minn- ast á kvilla er virðist stöðugt fara fjölgandi hjá oss, íslendingum. Ekki er ósennilegt að núverandi lifnaðarhættir og vélaöldin eigi hér all nokkurn hluta að. Það sem almennt er nefnt brjósklos, er nú raunar bæði brjósklos og brjóskrýrnun. Er það brjósk það er tengir saman hryggjarliðina og gerir það, að þeir gefa bæði mýkt og sveigjan- leik fyrir hrygginn. Fari það úr skorðum, en það er oft nefnd diskur, þá þrýstir það að taugum og sársaukinn liggur bæði niður læri og út i mjaðmir. Þegar þannig fer um brjóskið milli hryggjarliðanna, þá hefir það oftast átt sér langan aðdrag- anda, en þó er það ekki algert, það gæti t.d. orsakast af óheppi- legu átaki eða slysi. Nokkrir læknar telja að lang- varandi skortur á C-vítamíni eigi hér nokkra sök. Ef vér lítum til forfeðra vorra, þá verður strax ljóst, að þeir sátu ekki eins mikið og við, og marg- ar hreyfingar þeirra voru sem eins konar æfingar. Enda segja margir sérfræðingar að um 80% af bakverk vorum stafi af of slöppum eða of stífum vöðvum, sem þar með eru annað hvort of veikburða eða stirðir til að takast á við hið daglega strit vort. Lækning: Af því sem hér að framan hefir verið skráð má ljóst vera að bakverkur getur bent til ýmsi- legrar veiklunar og sjúkleika og er því sjálfsögð ráðstöfun að leita til læknis. Það er hans, að ganga úr skugga um hvað að kann að vera. Ég vildi ráðleggja öllum, sem þjáðst hafa af bak- verk að leita læknis, og að fá teknar myndir til að athugað megi verða gaumgæfilega hvað að er, og af hverju verkurinn stafar, og í því hlýta algerlega til- sögn læknis síns. Ef læknirinn gefur þá umsögn, að þetta sé al- gengur bakverur, og aðeins sé um verkjatöflur að ræða til að linna verkinn uns kastið sé hjá- liðið, þá hefi ég hér nokkur ráð að gefa þér, er að haldi mættu koma ef vel tekst til. Hvað skal gera gegn bakverk? Hér er ekki um neina „pat- ent“ lausn að ræða, en ef til vill finnur þú einmitt hér hvað hent- ar þér til að losna við bakverk þinn. Hins vegar verður þú fyrst af öllu að hafa haft tal af lækni þínum, og ef hann telur að ekki sé nein alvara á ferðum, þá höf- um vér nokkur ráð er að haldi mættu koma, en því aðeins að HEILSUVERND 11

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.